Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif
Jensey Skúladóttir
Jenný Guðmundsdóttir
Lilja Ólafsdóttir
Páll Mortensen, húsvörður
1) Vetrargleðin.
Á fundinn mættu Ester Gunnarsdóttir og Illugi Jónasson f.h. Þorrablótsnefndar og Guðmunda Wíum og Ingveldur Björgvinsdóttir fyrir hönd Vetrargleðinnar. Ennþá vantar eitthvað uppá að hljóðkerfið sé að fullu greitt og vildi því rekstrarnefndin vita hvort ekki væri áhugi fyrir því halda fjáröflunardansleik. Vetrargleðin er 10 ára 3. desember n.k. og var því ákveðið að halda dansleikinn sem næst því eða þann 5. desember. Var samþykkt að hafa fyrirkomulagið með sama sniði og verið hefur og meðal annars var ákveðið að fá kokk og að húsið myndi kaupa hráefnin.
Óskuðu fundarmenn eftir að fá uppgjör vegna síðustu Vetrargleði, ásamt samantekt á því hvað eftir er að greiða af hljóðkerfinu.
2) Uppákomur.Páll upplýsti að Fegurðarsamkeppni karla á Vesturlandi yrði haldin á Klifi þann 10. október og væri búið að fá Stuðmenn til að spila. Samþykkt að auglýsa þetta ball eins vel og kostur er, m.a. með dreifibréfi í öll hús á nesinu, í Skessuhorni og í Borgarnesi.
Páll sagði líka frá því að hann hefði haft samband við Loftkastalann og hefði þar verið áhugi á að koma hingað vestur með leikritið “Að sama tíma að ári” núna í haust. Einnig hefði Þjóðleikhúsið ekki tekið illa í að koma með sýningu hingað í vor.
Samþykkt var að halda áramótadansleik í Klifi og að bjóða bæjarbúum á þann dansleik. Frítt yrði inn en barinn opinn. Það þyrfti að kynna og auglýsa þetta vel.
3) Upplýsingabæklingur.
Byrjað er að gera uppkast að bæklingi en Lilja upplýsti að Framfarafélagið hefði sýnt áhuga á að koma að slíkri bæklingagerð og var því stefnt að því að hafa samband við Stefán Jóhann og boða hann til fundar með nefndinni um þessi mál miðvikudaginn 30. september.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23:00
Jensey Skúladóttir
Jenný Guðmundsdóttir
Páll Mortensen
Lilja Ólafsdóttir