Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif

1. fundur 21. júlí 2016 kl. 15:08 - 15:08
Fundur í rekstrarnefnd félagsheimilisins á Klifi haldinn miðvikudaginn 9. sept. 1998 kl. 17:30 í félagsheimilinu á Klifi.               Mættir:

Jensey Skúladóttir

Jenný Guðmundsdóttir

Lilja Ólafsdóttir

Páll Mortensen, húsvörður

 

 

1)                  Þrif á félagsheimilinu.

Rætt var um að það þyrfti að gera allsherjar hreingerningu á félagsheimilinu og reyna að stefna að því að slíkt yrði gert héðan í frá reglulega einu sinni á ári. Húsverði var falið að gera verklýsingu fyrir slík þrif og var samþykkt að auglýsa eftir tilboðum í þetta til að hafa kostnaðinn sem minnstann.

  2)                  Félagasamtök.

Rætt var um að ekki væri enn búið að greiða upp hljóðkerfið í húsinu og var samþykkt að hafa samband við þá aðila sem stóðu fyrir Þorrablótinu og Vetrargleðinni til að athuga hvort ekki væri hægt að halda fjáröflunarsamkomu í lok nóvember/byrjun desember til að ljúka við greiðslur á hljóðkerfinu.

Einnig var rætt um þann möguleika að félagasamtökin gæfu flygil til félags-heimilisins.  Samþykkt að hafa samband við formenn félagasamtakanna til að athuga hvort áhugi væri á þessu.

 

3)            Starfsemi í félagsheimilinu.

Farið var yfir hvað stæði til í félagsheimilinu á næstunni.  Rætt var um að auka þyrfti notkun á húsinu og einnig að hafa hana sem fjölbreyttasta.

Samþykkt að hafa samband við leikfélagið og athuga hvort það hefði áhuga á að nýta húsið til að setja upp leikrit í vetur.

Rætt var um að útbúa bækling eða möppu með upplýsingum um félags-heimilið og hvað það hefur að bjóða, og senda hann ferðaskrifstofum, leikfélögum og öðrum þeim aðilum sem gætu nýtt sér húsið. Samþykkt að nefndin kynnti sér hvernig slíkir bæklingar eru unnir og byrja á uppkasti.

 

4)         Annað.

Samþykkt að athuga hver kostnaðurinn væri við að bæta loftræstikerfið, t.d. með börkum frá viftunum og út svo hægt væri að blása inn fersku lofti.  Einnig var samþykkt að fara fram á það við næstu fjárhagsáætlunargerð að dansgólfið verði pússað upp og lakkað.

Samþykkt að athuga með það hvort bærinn borgar leigu fyrir notkun á skjala-geymslu í kjallara félagsheimilisins.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00

 

Jensey Skúladóttir

Jenný Guðmundsdóttir

Páll Mortensen

Lilja Ólafsdóttir

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?