Stjórn Jaðars

36. fundur 25. júlí 2016 kl. 14:26 - 14:26
36. fundur í stjórn Jaðars, föstudaginn 15. Febrúar 2013 kl. 10:00

Mættir:           Sigurður A.Guðmundsson formaður

Sigrún H. Guðmundsdóttir

Stefán J. Sigurðsson ritari

Inga J. Kristinsdóttir

forstöðumaður

 

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

Forstöðumaður sagði frá starfinu á liðnu ári. Reksturinn kom vel út og var vel innan fjárhagsálætlunar. Mjög góð nýting er á húsnæði.Nú eru  tuttugu og tveir vistmenn og einn í dagvistun

 

Starfsmannamál eru í góðu lagi og starfsmaður í 40% vinnu sinnir afþreyingu fyrir heimilisfólk.

 

Læknaþjónustu á Jaðri  þarf að endurskoða,stöðug læknaskipti valda óöryggi , einkum í lyfjamálum.

 

Gæðahandbók fyrir Jaðar er í vinnslu, enda starfsemin  sífellt að aukast.

 

Heimasíða Jaðars er uppfærð eftir ástæðum.

 

Miðvikudaginn 16. Janúar s.l. fór fram ábyrgðarúttekt  á samningsverkinu „HJÚKRUNARHEIMILIÐ JAÐAR ÓLAFSVÍK“ sem unnið er af AFLTAKI ehf undir eftirliti og umsjón Framkvæmdasýslu ríkisins

Viðstaddir úttektina voru fulltrúar verktaka, verkkaupa og eftirlits.

Við úttektina komu fram athugasemdir og ábendingar frá verkkaupa:

Niðurstaða á ábyrgðarúttekt:  Ofangreindar athugasemdir eru ekki á ábyrgð verktaka, þannig að honum beri að framkvæmda þessa verkþætti eða gera við á eigin kosnað. Þar með er Afltak ehf búið að uppfylla kröfu verksamnings að fullu og öllu leiti.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 11:30

 

Sigurður A. Guðmundsson

Sigrún H. Guðmundsdóttir

Stefán J. Sigurðsson

Inga J. Kristinsdóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?