Stjórn Jaðars

34. fundur 25. júlí 2016 kl. 14:28 - 14:28
  1. Fundur í stjórn Jaðars þriðjudaginn 22. mars 2011, kl. 16:00

Mættir:               

Sigurður A. Guðmundsson formaður

Sigrún H. Guðmundsdóttir

Stefán Jóh. Sigurðsson  ritari

Inga J. Kristinsdóttir  forstöðumaður

 

Lögð fram tillaga að húsaleigusamningi Þjónustuíbúða  á Jaðri ásamt þjónustugjaldi.

Tillagan samþykkt  samhljóða.

 

Samþykkt samhljóða  að senda bréf til eigenda og stjórnenda fyrirtækja í Snæfellsbæ.

Þar eru kynntar umfangsmiklar framkvæmdir við  lagfæringar og endurnýjun einstaklingsherbergja og hjónaíbúða á Jaðri og breytingum lýst nánar.

Ýmsir eigendur  fyrirtækja hafa lýst vilja sínum að færa stofnuninni gjafir við þessi tímamót og í umræddu bréfi er mælst til þess að þau fyrirtæki í Snæfellsbæ sem hyggjast sýna heimilinu stuðning í verki til að standa straum af kosnaðarsömum endurbótum á dvalarheimilishluta Jaðars, að þau beini gjöfum sínum  í sameiginlegan fjárstyrk til Jaðars, sem nýttur verði til að standa straum af kosnaðarsömum endurbótum.

 

Rætt nánar um framkvæmdir sem eru nú á lokastigi.

 

Fleira ekki gjört, fundi slitið kl.17:30

 

Sigurður A. Guðmundsson formaður

Sigrún H. Guðmundsdóttir

Inga J. Kristinsdóttir forstöðumaður

Stefán Jóh. Sigurðsson ritari

Getum við bætt efni þessarar síðu?