Stjórn Jaðars

28. fundur 25. júlí 2016 kl. 14:41 - 14:41
28. fundur í stjórn Jaðars mánudaginn 3. Maí 2010 kl. 10:50. Mættir:

Sigrún H. Guðmundsdóttir     formaður

Stefán Jóh. Sigurðsson

           ritari

Sigurður A. Guðmundsson

Inga J. Kristinsdóttir               forstöðumaður

 

Gestir:

Kristinn Jónasson                    bæjarstjóri

Smári Björnsson                     bæjartæknifræðingur

 

Formaður setti fund og bauð fundargesti velkomna.

 

Farið í skoðunarferð um Jaðar og gerð úttekt á breytingum á gamla húsinu.

Bæjartæknifræðingur lagði fram tillögu að endurbótum á herbergjaskipan og tengingu við  hjúkrunarheimilið sem fyrirhugað er að taka í notkun í júlí á þessu ári.

Bæjartæknifræðingur mun síðan leggja fram endanlega tillögu að breytingum og kostnaðaráætlun.

Gert er ráð fyrir að rýma eldra húsið meðan á breytingum stendur.

Gestir véku síðan af fundi.

 

Forstöðumaður sagði frá því að ekki hefði tekist að ráða hjúkrunarfræðing, en von væri á  því að málið leystist á næstunni í kjölfar fundar sem hún átti með Steinunni Sigurðardóttur, hjúkrunarforstjóra Heilsustofnunar Vesturlands. Niðurstaða þess fundar var að Jaðar og Heilsugæslan í Ólafsvík undirbyggju sameiginlega auglýsingu og ráðningu hjúkrunarfræðings á báðar stofnanirnar.

Fundi slitið kl. 12:00

 

Stjórnin fór síðan í skoðunarferð um  nýbygginguna ásamt bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi.

 

 

Sigrún H. Guðmundsdóttir

Sigurður A. Guðmundsson

Inga J. Kristinsdóttir

Stefán Jóh. Sigurðsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?