Stjórn Jaðars

26. fundur 25. júlí 2016 kl. 14:44 - 14:44
  1. fundur í stjórn Jaðars þriðjudaginn 15.desember 2009 kl. 15:00
Mættir:

Sigrún H. Guðmundsdóttir          formaður

Stefán J. Sigurðsson                      ritari

Sigurður A.  Guðmundsson

Inga J. Kristinsdóttir                       forstöðumaður

 

Farið í skoðunarferð í nýbyggingu hjúkrunarheimilis  Jaðars í fylgd Pálmars Einarssonar byggingarstjóra.

Pálmar úrskýrði væntanlegt fyrirkomulag á báðum hæðum og stöðu framkvæmda.

Húsið er orðið fokhelt.

Búið er að steypa hluta af gólfum og leggja þar hitalagnir, hafin er vinna við raflagnir og ísetning glugga vel á veg komin.

Utan húss er verið að setja upp leiðara og festa vatnsheldan krossvið, en utan á hann kemur sinkklæðning.

Þakklæðning er vel á veg kominn, búið að leggja pappa og bræða samskeyti þannig að pappinn verður vatnsheldur undir sinkklæðningu .

Nú er verið að ganga frá tengibyggingu og lyftuhúsi við gamla húsið og virðist það heppnast vel, einnig er verið að vinna við lagnir að húsinu og á næstu dögum verður  hægt að setja hita á bygginguna, en nú er hitað upp með olíuofnum.

Stjórnin er ánægð með framkvæmdina og allt fyrirkomulag srm lofar góðu, bæði fyrir starfsfólk og vistmenn.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 16:00

 

Sigrún H. Guðmundsdóttir

Sigurður A. Guðmundsson

Inga Kristinsdóttir

Stefán J. +sigurðsson ritari.

Getum við bætt efni þessarar síðu?