Stjórn Jaðars

25. fundur 25. júlí 2016 kl. 14:47 - 14:47
  1. fundur í stjórn Jaðars, fimmtudaginn 19. nóvember 2009 kl. 15.00, haldinn á skrifstofu Verkalýðsfélags Snæfellsness.

 

Mættir:

Sigrún H. Guðmundsdóttir formaður

Stefán Jóhann Sigurðsson ritari

Sigurður A. Guðmundsson

Inga Kristinsdóttir forstöðumaður

 

Forstöðumaður skýrði frá því að s.l. þriðjudag hefði bæjarstjórn Snæfellsbæjar komið í skoðunarferð á Jaðar og nýbyggingu hjúkrunarheimilis.

 

Forstöðumaður gerði grein fyrir breytingum á þjónusturýni Jaðars í tengslum við nýbygginguna.

 

Forstöðumaður skýrði frá því að nú standi yfir 66 stunda sameiginlegt fagnámskeið í heilbrigðisþjónustu fyrir starfsfólk Jaðars og starfsfólk   Fellaskjóls í Grundarfirði.

Námskeiðið er haldið  til skiptis í Snæfellsbæ og Grundarfirði og er á vegum Símenntunar Vesturlands.

 

Forstöðumaður gerði grein fyrir málefnum starfsmanna.

 

Samþykkt að halda stjórnarfund fyrir jól og skoða þá framkvæmdir við hjúkrunarheimilisins.

 

Fundi slitið kl. 16.00

 

Stefán Jóhann Sigurðsson ritari.

Getum við bætt efni þessarar síðu?