Stjórn Jaðars

21. fundur 25. júlí 2016 kl. 14:54 - 14:54
21. fundur í stjórn Jaðars þriðjudaginn 10. Febrúar 2009 kl. 16:00

 

Mættir:

Sigrún Guðmundsdóttir formaður

Stefán Jóh. Sigurðsson

ritari

Sigurður A. Guðmundsson

Inga Kristinsdóttir forstöðumaður.

 

Byggingarframkvæmdir:

Sunnudaginn 8 febrúar s.l. voru boðnar út framkvæmdir við nýbyggingu hjúkrunarheimilis við Jaðar. Um er að ræða 1105 fm. hjúkrunarheimili á tveimur hæðum. Á neðri hæð eru 5 einstaklingsrými  ætluð heilabiluðum en á efri hæð eru 7 almenn hjúkrunarrými.

Tilboð verða opnuð 24. Febrúar og verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. Júlí 2010.

Vettvangsskoðun verður haldin 12. Febrúar kl. 13:00 til 14:00 að viðstöddum  fulltrúa verkkaupa.

 

Forstöðumaður ræddi um starfsmannamál og mun auglýsa eftir starfsmanni í 65 % starf.

 

Miðvikudaginn 4. Febrúar s.l. færði Elisabet Jóna Ingólfsdóttir Dvalarheimilinu Jaðri gjöf að upphæð ein miljón króna. Gjöfin er ætluð til kaupa á búnaði fyrir heimilið. Forstöðumaður þakkaði fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

 

Stjórn Jaðars færir Elisabetu Jónu kærar þakkir fyrir gjöfina.

 

Stofnaður hefur verið Styrktar- og gjafasjóður Jaðars í Sparisjóði Ólafsvíkur, bók 1143-15-550496

 

Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17:00

 

Sigrún Guðmundsdóttir

Sigurður A. Guðmundsson

Inga Kristinsdóttir

Stefán Jóh. Sigurðsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?