Stjórn Jaðars

19. fundur 25. júlí 2016 kl. 14:56 - 14:56
19. fundur í stjórn Jaðars þriðjudaginn 18. nóvember 2008 kl. 16:00

 

Mættir:

Sigrún Guðmundsdóttir formaður.

Stefán Jóh. Sigurðsson ritari.

Sigurður A. Guðmundsson.

Inga Kristinsdóttir

forstöðumaður.

 

Byggingarframkvæmdir:

Búið er að rífa Gimli og skipta um jarðveg undir viðbyggingu Jaðars.

Þess er vænst að byggingaframkvæmdir verði boðnar út næstu daga.

 

Framundan eru endurbætur á núverandi húsnæði, m.a. að skipta um gólfefni á efri hæð og eldhúsi.

 

Forstöðumaður sagði frá því að framvegis muni hún leggja fram fyrir bæjarstjórn áætlunargerð og annast umsjón með launakosnaði starfsfólks á Jaðri.

 

Forstöðumaður sagði frá því að rafmagn hafi farið af Jaðri vegna bilunar á dreifikerfi Rariks.

Vegna þessa hefði skapast vandamál vegna ljósleysis í íbúðum vistmanna og á göngum.

Þessi vandi hefur komið upp áður og 26. Júlí 2007 var bæjarstjórn Snæfellsbæjar sent bréf, þar sem fram kom eftirfarandi:

„Á fundi í stjórn Jaðars þann 24. Júlí 2007 var m.a. fjallað um þann vanda sem við er að fást á Jaðri, þega rafmagn fer af byggðarlaginu.   Stjórnin telur nauðsynlegt að kanna á hvern hátt sé hægt að koma upp lítilli rafstöð eða öðrum búnaði til að tryggja ljósanotkun á Jaðri í slíkum tilfellum“.

Formanni stjórnar og forstöðumanni falið að eiga viðræður við tæknideild Snæfellsbæjar um málið.

 

Næsti fundur verður haldinn annan þriðjudag í desember n.k.

 

Fleira ekki tekið fyrir , fundi slitið kl. 17:00

 

Sigrún Guðmundsdóttir

Stefán Jóh. Sigurðsson

Sigurður A. Guðmundsson

Inga Kristinsdóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?