Stjórn Jaðars

16. fundur 25. júlí 2016 kl. 15:10 - 15:10

Fundur í stjórn Jaðars þriðjudaginn 11. desember 2007 kl. 16:00

 

Mæting:

Sigrún H. Guðmundsdóttir  formaður.

Stefán Jóhann Sigurðsson  ritari

Sigurður A. Guðmundsson

Metta Guðmundsdóttir

Inga J. Kristinsdóttir

forstöðumaður

 

Umræða um stækkun Jaðars.

Samþykkt að leita eftir fundi með bæjarstjóra og bæjarritara Snæfellsbæjar um málefni Jaðars.

Í framhaldi af þeim fundi að skrifa heilbrigðisráðherra með áskorun um að hann beiti áhrifum sínum til þess að sem fyrst verði hægt að hefja byggingarframkvæmdir við stækkum Jaðars.

 

Tekið til afgreiðslu bréf frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar dags. 13. nóvember 2007.

Með bréfinu fylgdu drög að stefnu Snæfellsbæjar um þjónustu við aldraða og var leitað eftir umsögn stjórnar Jaðars um málið.

Stjórnin hefur farið yfir drögin og leggur til að stefnumótunin verði samþykkt.

 

Forstöðumaður sagði frá því að tenging sögukerfis Heilsugæslustöðvarinnar væri komin á Jaðar.

 

Forstöðumaður upplýsti að búið væri að auka við stöðugildi á Jaðri:  60% stöðu hjúkrunarfræðings og 63 % stöðu sjúkraliða.

 

Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17:00

 

Sigrún H. Guðmundsdóttir

Stefán Jóhann Sigurðsson

Sigurður A. Guðmundsson

Metta Guðmundsdóttir

Inga J. Kristinsdóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?