Stjórn Jaðars

14. fundur 25. júlí 2016 kl. 15:12 - 15:12
Fundur í stjórn Jaðars fimmtudaginn 29. mars 2007 kl. 16:00 á Jaðri.

 

Mætt:   Sigrún H. Guðmundsdóttir formaður

Guðrún Karlsdóttir

Stefán Jóh. Sigurðsson ritari

Inga Kristinsdóttir forstöðumaður.

 

Formaður setti fund og stýrði.

 

Forstöðumaður sagði frá því, að nú væru tvö dagvistunarrými í notkun Hún lagði til að sótt yrði um tvö rými til viðbótar, þar af væri bið eftir einu rými nú þegar.

 

Vinna við frumathugun vegna stækkunar Jaðars er á lokastigi. Málið verður síðan sent til fjármálaráðuneytis til umfjöllunar. Upplýsingar frá Leifi Benediktssyni deildarstjóra í heilbrigðisráðuneyti.

 

Júlíana Magnúsdóttir sem hefur séð um hreyfiæfingar og nudd á Jaðri, hefur verið í veikindaleyfi, en mun koma aftur til starfa í apríl.

 

Umræður urðu um starfsmannamál og sumarafleysingar.

 

Stefnt að vorferð í maí í Bjarnarhöfn og Stykkishólm.

 

 

 

Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17:00

 

Sigrún H. Guðmundsdóttir

Sign.

Guðrún Karlsdóttir

Sign.

Stefán Jóh. Sigurðsson

Sign.

Inga Kristinsdóttir

Sign.

Getum við bætt efni þessarar síðu?