Stjórn Jaðars

12. fundur 25. júlí 2016 kl. 15:14 - 15:14
Fundur haldinn í stjórn Jaðars mánudaginn 23.október 2006  kl.16:00 á Jaðri

 

Mættir: Guðrún Karlsdóttir,

Metta Guðmundsdóttir,

Sigrún Guðmundsdóttir

Inga Kristinsdóttir, forstöðumaður Jaðars,.

 

Lovísa Sævarsdóttir kíkti inn til okkar en hún hafði verið að lesa fyrir heimilismenn.

 

Inga sagði okkur frá heimsókn Helga Helgasonar heilbrigðisfulltrúa, sem var að ljúka úttekt á dvalarheimilinu þegar við mættum.

 

Rætt var um 20 ára afmæli Jaðars sem haldið verður upp á laugardaginn 28. október nk.

Ákveðið var að bjóða upp á kaffiveitingar milli kl.15:00-17:00 þann dag.

 

Mikið er til af gömlum og nýjum ljósmyndum og verða albúmin látin liggja frammi til sýnis. Upphaflega var ætlunin að sýna þær í skjávarpa en sökum plássleysis er það ekki  framkvæmanlegt.

Valentína Kay ætlar að leika á píanó og Stefán Jóhann hefur tekið að sér að sjá um veislustjórn.

 

Við tókum fyrir erindisbréf og samþykktum það.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:00.

Fundarritari að þessu sinni, Sigrún H. Guðmundsd

Getum við bætt efni þessarar síðu?