Stjórn Jaðars

9. fundur 25. júlí 2016 kl. 15:18 - 15:18
Fundur haldinn í Stjórn Jaðars,  21. september 2006 kl. 11:30. Mættir auk stjórnar  fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu og bæjarstjórn Snæfellsbæjar,.

 

Mætt voru:

Frá Stjórn Jaðars. Sigrún G. Guðmundsdóttir formaður, Stefán J. Sigurðsson ritari,  Sigurður A. Guðmundsson og Inga J. Kristinsdóttir forstöðumaður.

Frá heilbrigðisráðuneyti: Vilborg Ingólfsdóttir, Margrét Erlingsdóttir, Leifur Benediktsson og Einar Þór Ólafsson.

Frá Snæfellsbæ: Ásbjörn Óttarsson forseti bæjarstjórnar, Eyþór Björnsson bæjarritari og sr. Magnús Magnússon formaður öldrunarnefndar Snæfellsbæjar.

 

Fundurinn hófst á Jaðri. Forstöðumaður bauð fundargesti velkomna og sagði frá tilurð fundarins, sem væri tvíþættur, að skoða núverandi húsnæði og huga að uppbyggingu Jaðars til framtíðar.

Fundargestir skoðuðu húsnæðið og ræddu við vistmenn, síðan var farið í veitingahúsið Gilið, þar sem fram voru bornar veitingar og síðan var tekið til við að funda.

Vilborg Ingólfsdóttir tók til máls og kynnti samferðarfólk sitt frá ráðuneytinu. Hún sagði að þessi ferð þeirra væri til að átta sig á aðstæðum í framhaldi af fundi í ráðuneytinu í síðustu viku. Þau væru m.a.hingað komin til að hlusta á viðhorf heimamanna og kynna það sem framundan væri í uppbyggingu hjúkrunarheimila. Stefnt væri að því að hafa einingarnar minni en tíðkast hefur, t.d. tíu til tólf rúma einingar, en stækka aftur á móti rými hvers einstaklings. Þeim sé falið að  vinna frumáætlun og greina aðstæður á Jaðri og koma með tillögur um  húsnæðismál Jaðars. Hún svaraði síðan fyrirspurnum fundarmanna.

Leifur Benediktsson verkfræðingur fjallaði um feril ákvörðunartöku um framkvæmdir. Hann vísaði í “Verklagsreglur um tilhögun frumathugunar, áætlunargerðar og verklegrar framkvæmdar við opinberar framkvæmdir”.

Ef frumáætlun leiddi til jákvæðrar niðurstöðu, yrði gerð tillaga að framkvæmdaáætlun og rekstraráætlun og í framhaldi af því tekin ákvörðum um verkefnið.

Forseti bæjarstjórnar bauð gesti velkomna og skýrði frá stefnu Snæfellsbæjar í húsnæðismálum aldraðra, m.a. með byggingu leiguíbúða og væntanlega stækkun Jaðars.

Eftir ágætar umræður var stjórn Jaðars ásamt bæjarritara falið að vinna frekar að málinu og hraða þeirri vinnu og var boðað til fundar næsta mánudag á skrifstofu Snæfellsbæjar kl. 17.:00

Að lokum var fundargestum þakkað fyrir góðan fund og fundi slitið.

 

Stefán Jóh. Sigurðsson ritaði fundargerð.

 

 

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?