Stjórn Jaðars

8. fundur 25. júlí 2016 kl. 15:19 - 15:19
Fundur haldinn í stjórn  Jaðars, 14, september 2006 kl. 17:00

 

Mætt voru:

Sigrún H. Guðmundsdóttir

Stefán J. Sigurðsson

Guðrún Karlsdóttir varamaður í fjarveru Sigurðar A. Guðmundssonar

Inga J. Kristinsdóttir forstöðumaður.

 

Sigrún setti fundinn og bauð fundarfólk velkomið til fyrsta stjórnarfundar á .þessu kjörtímabili.

 

Kosningar:

Sigrún var kjörinn formaður og Stefán ritari .

 

Inga greindi frá því að í síðustu viku hefði bæjarstjóri Snæfellsbæjar átt fund í heilbrigðisráðuneytinu um málefni Jaðars. Á fundinum voru heilbrigðisráðherra og embættismenn og með bæjarstjóra mættu samgöngu- og félagsmálaráðherra og starfandi formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Ákveðið var að fulltrúar frá ráðuneytinu kæmu fljótlega til að skoða húsnæðið og fara yfir aðstæður, m.a. fyrirhugaða stækkun Jaðars.

Inga sagði að núverandi húsnæði væri ófullnægjandi í dag. Hún hvatti stjórnina til að kynna sér húsnæðið í fundarlok. Mjög þröngt væri í húsinu og vinnuaðstaða erfið en starfsfólkið sýndi mikinn vilja til að gera sem best miðað við aðstæður.

Stefán Jóhann sagði frá því að hann hefði verið í byggingarnefnd Jaðars í upphafi og greindi frá skilyrðum sem þá voru fyrir hendi um fjárveitingar til dvalarheimila.

 

Inga  sagði frá því að nú sem stendur væru laus hjúkrunarpláss á Jaðri.

Fjallað var um starfið í vetur. Boðið væri upp á nudd, jóga og bosia og ýmis félagasamtök  stunduðu heimsóknir og legðu margt af mörkum.  Læknir kemur reglulega og einnig sóknarprestarnir í Ólafsvík og Hellissandi. Heimilisandinn er góður, sumir starfsmennirnir hafa unnið hér lengi og eftirspurn er eftir að komast í störf

 

Endurbætur standa nú yfir utan húss. Verið er að setja upp skjólgirðingu við Hjarðartún og að norðan verðu við húsið. Brýn nauðsyn er að fá úrlausn vegna lyftunnar milli hæða. Mikill kosnaður hefur verið við viðhald lyftunnar og vandséð hvað hún endist lengi.

 

Þann 6. september s.l. voru 20 ár frá vígslu Jaðars. Samþykkt var að halda upp á afmælið með því að hafa opinn hús í október, þar sem fólki yrði boðið að skoða húsið, heilsa upp á vistmenn og starfsfólk og þiggja veitingar..

 

Samþykkt var að ákveða reglulegan fundartíma á næsta fundi. Fundi slitið kl. 18:30

 

Stefán Jóh. Sigurðsson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni þessarar síðu?