Stjórn Jaðars

7. fundur 25. júlí 2016 kl. 15:20 - 15:20

Fundur haldinn á Jaðri 16/5´06

 

Mætt voru:

 

Sigurður Arnfjörð.

Guðrún Karlsdóttir.

Metta Guðmundsdóttir.

Inga Kristinsdóttir forstöðumaður.

 

Lagður var fram ársreikningur s.l. árs, þeir yfirfarnir og samþykktir. Þar kom fram að dvalarheimilið hefði skilað 2. m í rekstrarafgang á síðasta ári.

 

Stólalyftan í húsinu er orðin hið mesta vandamál og er sífellt biluð. Kostnaður vegna viðgerða á henni frá áramótum er orðinn um 400,000.

Varahlutir í lyftuna eru ófáanlegir .

Ekkert nýtt að frétta frá byggingu nýs dvalarheimilis og málið í biðstöðu, en þó hefur heyrst að heilbrigðisráðherra hafi boðað komu sína á allra næstu dögum.

 

Páll Gunnarsson er að snyrta í kringum húsið og breyta, m.a. setja upp skjólvegg.

Þá kom fram að búið væri að ráða í sumarafleysingar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?