Stjórn Jaðars

6. fundur 26. júlí 2016 kl. 08:15 - 08:15

Ólafsvík 22. febrúar 2006

Fundur haldin að Jaðri kl.20:00

 

Mættir eru:
Sigurður Arnfjörð

Erlingur Helgason

Margret Jónasdóttir

Inga Kristinsdóttir

 

Ríkið veitti á sl ári 30m. króna til framkvæmda á viðbyggingu við Jaðar.

 

Inga Kristinsdóttir Kristinn Jónsson og Smári Björnsson ásamt arkítektum fóru á fund í heilbrigðisráðuneytinu og og lögðu fram teikningar af viðbyggingunni og fengu þær upplýsingar að ný stefna í öldrunnarmálum væri í farvatninu og svona bygging væri ekki inní þeirri stefnu. Farið var fram á breytingar á teikningunum í átt að hinni nýju stefnu. Eithvað erfitt virðist vera að ná sambandi við ráðherra um fjárveitingu til verksins. Bæjarsjóður mun leggja fram 10m. til verksins á þessu ári einnig er gert ráð fyrir 30 – 40m. úr framkvæmdasjóði aldraðra en ekki er vitað hvenær sú fjáveiting verður.

 

Kynnt voru drög að frumvarpi til laga um skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi og óskað eftir athugasemdum um breytingarnar en okkur þykir vanta frekari upplýsingar um málið svo hægt verði að gera einverjar vitrænar athugasemdir.

 

Fleira ekki gjört og fundi slitið.
Margret Jónasdóttir, ritar.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?