Stjórn Jaðars

5. fundur 26. júlí 2016 kl. 08:17 - 08:17
Ólafsvík 13 október 2003.
Mætt voru.
Sigurður Arnfjörð form.
Erlingur Helgason.
Metta Guðmundsdóttir
Inga J. Kristindsdóttir.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Forstöðukona lét fundarmenn vita að hún hafi átt viðræður við hjúkrunarfræðing um 50% starf á Jaðri og er vongóð um að hjúkrunnarfræðingurinn geti hafið störf bráðlega.
Þá hefur verið lokið skýrslu til Heilbrigðisráðuneitis um vistmenn Jaðars. Þessi skýrsla hefur verið gerð einu sinni á ári til þessa en nú þarf að gera hana þrisvar.sinnum á ári.
Þá sagði Inga að húsnæðið væri löngu búið að sprengja utan af sér starfssemina og erfiðara reynist með hverjum deginum að sinna því sem þyrfti að gera og að hjúkrunar þátturinn þyngdist með hverju ári.
Fundarmenn voru sammála um að biðja um fund með bæjarstjórn hið fyrsta og fá svör við hvað væri að frétta af stækkun Jaðars eða bygging nýs dvalarheimilis og var formanni falið að óska eftir fundi með bæjarstjórn.
Þá var ákveðið að hafa samband við öldrunarnefn til að vita  hvernig gengi með skýrslu um öldrunarmat í Snæfellsbæ.
Hilmar Júlíusson er komin í fæði á Jaðri.
Fleira ekki gjört
Fundarritari
Sigurður Arnfjörð Guðmundsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?