Stjórn Jaðars

3. fundur 26. júlí 2016 kl. 08:25 - 08:25
Ólafsvík 10. janúar 2003

 

 

 

Fundur haldinn að Jaðri kl. 20:00

Mættir eru:

Sigurður A. Guðmundsson

Erlingur Helgason

Margret Jónasdóttir

Inga Kristinsdóttir

 

 

Skýrsla nefndar sem Snæfellsbær skipaði til að meta húsnæðisþörf eldriborgara var tekin fyrir. Skoðun stjórnar er sú að skýrslan sé upplýsingaplagg en nýtist ekki til neinnar ákvörðunartöku. Stjórnin væntir þess eindreigið haldið verði áfram að vinna að þessum málum og mun stjórnin jafnframt óska eftir fundi með bæjarstjóra til að fá upplýsingar um í hvaða stöðu stækkunaráform Jaðars eru og hvað hefur verið gert í þeim málum.

 

Bréf barst frá Öldrunarnefnd Snæfellsbæjar sem vill efla samstarf nefndarinnar og stjórnar Jaðars og óskar nefndin jafnframt eftir markmiðum stjórnar með rekstri Jaðars sem og markmiðum starfsfólks við störf sín. Óskar nefndin eftir að stjórn Jaðars boði til fundar milli forstöðumanns, lækna og stjórnar hvernig best megi haga þjónustu við vistmenn heimilisins í framtíðinni

 

Formanni stjórnar Jaðars var falið að svara þessu bréfi.

Stjórn Jaðars vill gjarna að samstarf sé milli öldrunarnefndar og stjórnar því við erum jú öll að vinna að sömu málum, velferð eldriborgara í Snæfellsbæ.

 

Ákveðið er að leigja út Hjarðartún 5 sem ekki nýtist Jaðri sem stendur.

 

Samþykkt voru kaup á súrefnismettunartæki fyrir heimilið og notaðir voru peninga úr minningarsjóði Jaðars,  kr. 47.000,-

 

Fleira ekki gjört, fundi slitið.

 

Fundarritari Margret Jónasdóttir.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?