Stjórn Jaðars

2. fundur 26. júlí 2016 kl. 08:27 - 08:27
Ólafsvík, 15. nóvember 2002
Fundur haldinn að Jaðri kl. 20:30
Mættir voru:
Sigurður A. Guðmundsson
Margrét Jónasdóttir
Metta Guðmundsdóttir
Inga Kristinsdóttir
Fjárhagsáætlun næsta árs var kynnt. Forstöðukona skrifar greinargerð sem send verður til bæjarstjórnar.
Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands kom að Jaðri og skoðaði húsnæðið að Hjarðartúni 5, og verður skýrslan um úttekt á húsnæðinu send.
Á næsta fundi verður lögð fram skýrsla nefndar um húsnæðisþörf eldriborgara í Snæfellsbæ.
Auglýst var eftir hjúkrunarfræðingi í 50% starf en enginn sótti um.
Fleira ekki gjört, fundi slitið.
Getum við bætt efni þessarar síðu?