Stjórn Jaðars

1. fundur 26. júlí 2016 kl. 08:29 - 08:29
Ólafsvík, 3. september 2002
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar haldinn að Jaðri kl. 20:00.
Mættir voru:
Sigurður A. Guðmundsson
Margrét Jónasdóttir
Inga Kristinsdóttir
Sigurður setti fund. Formaður var kosinnSigurður A. Guðmundsson og Margrét Jónasdóttir ritari.
Inga tilkynnti að bæjarstjóri hafi samþykkt  ráðningu hjúkrunarfræðings í 50% starf og mun hún auglýsa í Morgunblaðinu helgina 8.- 9. sept.
Þjónustunefnd eldriborgara sem kannaði þörf fyrir stækkun Jaðars skilaði bæjarstjórn áliti í júlí og eigum við von á að skýrslan verði tekin fyrir hjá bæjarstjórn nú á haustdögum.  Í framhaldinu verður forstöðumanni og stjórn send skýrslan til umfjöllunar.
Bæjaryfirvöld eru í samningum við Margréti Magnúsdóttur um kaup á Hjarðartúni 5, fyrir Jaðar.
Helstu breytingar á starfsfólki frá síðasta fundi eru:
Olga Kristjánsdóttir hætti sem matráðskona og Björk Bergþórsdóttir tók við.
Soffía Aðalsteinsdóttir hætti á næturvakt og Lára Þórðardóttir tók við.
Fleira ekki gjört. Fundi slitið.
Getum við bætt efni þessarar síðu?