Stjórn Jaðars

40. fundur 09. desember 2016 kl. 14:18 - 14:18
Fg. 40. fundar stjórnar Jaðars 161018 Stjórnarfundur  í stjórn dvalarheimilisins Jaðars 18. október 2016 kl 10,00 á Jaðri

Mættir: Ásbjörn Óttarsson formaður stjórnar, Lovísa Sævarsdóttir, Pétur Steinar Jóhannsson og Inga Kristinsdóttir forstöðumaður Jaðars.

Inga byrjaði fundinn með því að fara yfir hvernig fjárhagsáætlun kæmi út miðað við rauntölur ársins 2016. Útkoman er góð en það er helst launaliðurinn sem verður hærri vegna kauphækkana á árnu.

Nýting á hjúkrunarrýmun á árinu hefur verið nokkuð góð.

Það kom fram hjá Ingu að ríkið er að auka greiðslur til hjúkrunarheimila úti á landi en ekki er vitað hve mikið.

Þá sagði hún frá því að aukning sé á að einstaklingar í sveitafélaginu fái heimsendan mat en nokkrir einstaklingar borða á heimilinu i hádeginu

Inga fræddi stjórnarfólk um RAI mat sem gert er þrisvar á ári. RAI mat er gert til að meta þyngd á hjúkrunarstuðli hjúkrunarsjúklinga.

Fræðsluáætlunin,,fræðslustjóri að láni,, samningur sem Símenntun á Vesturlandi ,Snæfellsbær og Jaðar gerðu á s.l ári gengur vel.

Snæbjörn Aðalsteinsson  iðjuþjálfi hefur verið ráðinn í 50% starf. Er mikill fengur að fá iðjuþjálfa til starfa á heimilið.Sér hann m.a. um hóp-og einstaklingsiðjuþjálfun.

Þá var aðeins minnst á ferðalög starfsmanna með heimilismenn en gott væri að hafa bíl til afnota sem tæki fólk í hjólastólum.

Ýmis afþreying og félagsstarfssemi er komin vel af stað s.s lestur,leikfimi,föndur og f.l.

Inga sagði frá leka í byggingunni sem þarf að laga og einnig stækkun á aðalinngangi . Verður  beðið um þessar framkvæmdir í fjárhagsáætlun fyrir 2017.

Heilbrigðisfulltrúi Vesturlands Helgi Helgason kom í heimsókn í vikunni fór vel yfir heimilið allt.

Væntanleg er úttektarskýrsla frá honum

Að auki var spjallað um ýmis mál sem ekki eru skráð. Gert er ráð fyrir fundi í í lok nóvember eða  byrjun desember 2016.  Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11,20

 

Ritari: Pétur Steinar Jóhannsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?