Stjórn Jaðars

41. fundur 03. febrúar 2017 kl. 09:58 - 09:58
Fg. 41. fundar stjórnar Jaðars 161220 Fundur stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars 

Dagsetning:  20.desember 2016 kl. 11.00

Mættir:   Ásbjörn Óttarsson, Lovísa Sævarsdóttir, Pétur S. Jóhannsson og Inga Jóhanna Kristinsdóttir

Ásbjörn bauð fundarmenn velkomna.  Að svo mæltu gaf hann Ingu orðið.

Inga fór yfir fjárhagsáætlun 2017

Jónas Bjarnason, verktaki,   er tilbúinn að sjá um lagfæringar á leka og skemmdum í nýju hjjúkrunarálmunni.

Þá kom fram hjá Ingu að ekki verði farið  í stækkun á inngangi eins og  beðið var um í fjárhagsáætlun fyrir 2017.

Fundarmenn ræddu um að gott væri að fá teikningu af fyrirhuguðum inngangi og frekari kostnaðaráætlun.

Reksturinn er í góðu jafnvægi.

Inga kynnti  rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands við hjúkrunarheimilið og fór lauslega yfir kröfulýsingu Velferðarráðuneytisins .Í gæðahandbók Jaðars er að finna alla samsvörun við þær kröfur sem farið er fram á við gerð þessa samnings.

Var þessi samningur samþykktur 01.okt.2016 og gildir frá 01.jan.2016 til 31.des. 2018.

Þessi samningur færir Jaðri auknar tekjur sem nema  kr. 5,5millj.

Inga sagði að ekki væri réttur útreikningur á húsnæðisfermetra heimilisins frá Velferðarráðuneytinu og væri Kristinn bæjarstjóri að vinna í að fá þetta leiðrétt.

Vinna og ýmis námskeið varðandi Rai - mat kynnt.

Sigrún Erla Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, kemur í hlutastarf vegna  veikindaleyfis Evu Jódísar, hjúkrunarfræðings,  um miðjan janúar n.k.

Inga ræddi síðan um starfsmannamál á Jaðri. Kom m.a fram að Snæbjörn Aðalsteinsson hefur verið fastráðinn í 50% starf sem iðjuþjálfi heimilisins og var mikil ánægja með það.

Að lokum sagði Inga frá því að um næstu áramót væri  full nýting á hvort tveggja hjúkrunarrýmum sem og dvalarýmum á Jaðri, einnig hefur verið góð nýting allt þetta ár.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 11.50.

 

Ritari:   Pétur Steinar Jóhannsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?