Stjórn Jaðars

42. fundur 17. janúar 2018 kl. 10:46 - 10:46
Fg. 42. fundar stjórnar Jaðars 171207

 

Fundur stjórnar Dvalar-hjúkrunarheimilisins Jaðars

07.desember 2017 kl 11,00

Mættir: Ásbjörn Óttarsson formaður stjórnar, Lovísa Sævarsdóttir, Pétur Steinar Jóhannsson og Inga J Kristinsdóttir forstöðukona Jaðars.

Ásbjörn bauð fundarmenn velkomna. Inga fór yfir fjárhagsáætlun fyrir 2018. Bæta þarf við bjöllukerfið á heimilinu og nemur sá kostnaður um 1.5 millj. Auglýsing eftir hjúkrunarfræðingi hefur ekki skilað engum árangri. Jaðar er á undanþágu varðandi vöntun á  hjúkrunarfræðing til 1. Janúar 2018.  Ingu var falið að skrifa bréf til ráðuneytisins og biðja um áframhaldandi framlengingu.

Samningur Sigrúnar Erlu hjúkrunarfræðings við heimilið á meðan við vorum á undanþágunni var ræddur.

Sigríður Bjarnadóttir sjúkraliði með sérmenntun í öldrunarhjúkrun kom til starfa í maí sl í 100%starf.

Fullnýting er á hjúkrunarrýmum og dvalarrýmum og tveir  eru á biðlista.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 12,00

 

Sign  ritari Pétur Steinar Jóhannsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?