Stjórn Jaðars

37. fundur 10. júní 2014 kl. 12:33 - 12:33

37. fundur í stjórn Jaðars, mánudaginn 26.05. 2014, kl.15:00

Mættir:

Sigurður A.Guðmundsson formaður Sigrún H. Guðmundsdóttir

Stefán Jóh. Sigurðsson ritari

Inga J.Kristinsdóttir forstöðumaður.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Forstöðumaður sagði frá starfinu. Reksturinn hefur gengið vel og mjög góð nýting á húsnæði. Í síðasta mánuði fékkst heimild fyrir einu hjúkrunarrými til viðbótar svo nú eru þau 11. Þá eru 6 dvalarrými og 1 dagvistunarrými. Í leigu- og þjónustufyrirkomulaginu er 5 einstaklingar.

Starfsmannamál eru í góðu lagi, þar af er starfsmaður í 20% starfi sem sinnir afþreyingu fyrir vistmenn. Búið er að ráða afleysngafólk vegna sumarleyfa.

Fastráðinn hjúkrunarfræðingur er í fæðingarorlofi og búið að ráða hjúkrunarfræðing í 100% starf fram í mars á næsta ári.

Rætt var almennt um starfsemina og það sem væri framundan.

Þetta var síðasti fundur stjórnarinnar á þessu kjörtímabili og voru fundarmenn ánægðir með þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri Jaðars.

Að lokum þakkaði formaður fyrir starfið á kjörtímabilinu og sleit síðan fundi kl. 18:00.

Stefán Jóh. Sigurðsson Ritari.

Getum við bætt efni þessarar síðu?