Stjórn Jaðars

38. fundur 03. október 2014 kl. 15:01 - 15:01
Fg. 38. fundar stjórnar Jaðars 140916 38. fundur í stjórn Jaðars, haldinn á Jaðri kl. 16:00 þann 16. september 2014

Mætt:

Ásbjörn Óttarsson

Karen Lind Ólafsdóttir

Pétur Steinar Jóhannsson

Inga J. Kristinsdóttir

forstöðumaður

Ásbjörn var kosinn formaður nefndarinnar, Karen Lind varaformaður og Pétur Steinar ritari.

Fyrst var rætt um fundartíma nefndarinnar og kom fram að þessi tími var góður og einnig var ákveðið að fundað yrði mánaðarlega amk fyrst um sinn.

Þá var rætt um starf nefndarinnar og farið yfir erindisbréf hennar sem fundarmönnum hafi borist. Skoðað var séstaklega grein no 8 og athugasemndir voru gerðar um hana en hún fjallar um lög og reglugerðir.

Farið var yfir fjárhagsáætlun 2014 en hún er á pari en Ásbjörn ætlar að ræða við bæjarstjóra og bæjarritara um nánari útfærslur hennar og fá skýringar á einstökum liðum.

Það kom fram hjá Ingu að öll rými væru nýtt og vistmenn væru nú 20 en einn mun bætast við í næstu viku og þá væru líka hjúkrunararrýmin 12 öll nýtt.

Inga sagði einnig að sjúkraþjálfari kæmi til starf á heimilinu í hlutastarfi amk um tíma. Starfsmannamál eru í góðum málum.

Inga forstöðumaður fór því næst yfir rafrænt sjúkraskráningarkerfi sem væri að ryðja sér til rúms víða. Aðgang að því hafa læknar en uppsetning á svona kerfi kostar um 1millj en reksturkostnaður er um kr 60þús á mánuði en þetta eykur mjög öryggi vistmanna heimilisins.

Þá var farið yfir ýmis mál eins og að bæta aðgengi að heimilinu með tilliti til fatlaðra.

Ákveðið var að hittast aftur eftir tvær vikur og fara yfir fjárhagsáætlun 2015.

Að lokum var farið í skoðunarferð um húsið undir stjórn Ingu og voru fundarmenn ánægðir með allt sem fyrir augu bar.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:00

Ásbjörn Óttarsson

Karen Lind Ólafsdóttir

Pétur Steinar Jóhannsson

Inga J. Kristinsdóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?