Stjórn Jaðars

33. fundur 23. júní 2016 kl. 10:52 - 10:52

33. Fundur í Stjórn Jaðars mánudaginn 24.Janúar 2011, kl. 16:00

Mættir:

Sigurður A.Guðmundsson formaður.

Sigrún h. Guðmundsdóttir.

Stefán j. Sigurðsson ritari.

Inga j. Kristinsdóttir forstöðumaður

Forstöðumaður sagði frá því að bæjarstjórn Snæfellsbæjar hafi sent umsókn um styrk til Framkvæmdaskóðs aldraða vegna endurbóta á Dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík. Með umsókninni var send greinargerð stjórn Jaðars, þar sem lögð er áhersla á að endurbótum á eldra húsnæðinu verði hraðað, en þar verða 12 rými fyrir vistmenn ásamt aðstöðu fyrir ýmsa afþreyingu.

Vinna er hafin við endurbætur á eldra húsnæðinu, stjórnin skoðaði framkvæmdir og forstöðumaður sagði frá þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru. rætt var um kostnað og möguleika á fjármögnun verksins.

Rætt var um undirbúning þorrablóts sem verður halsið föstudaginn 4.Febrúar

Fundi slitið kl. 17:30

Getum við bætt efni þessarar síðu?