Stjórn Jaðars

32. fundur 24. júní 2016 kl. 10:50 - 10:50

32. Fundur í stjórn Jaðars, þriðjudaginn 7.Desember 2010, kl. 15:30

Mættir:

Sigurður A. Guðmundsson.

Sigrún H. Guðmundsdóttir.

Stefán J. Sigurðsson ritari.

Inga J. Kristinsdóttir forstöðumaður Jaðars.

Fundurinn var haldinn í nýbyggingu hjúkrunarheimilis við Jaðar.

Í upphafi var húsnæðið skoðað og notið kaffiveitinga með heimilisfólki, sem er allt flutt í nýbygginguna.

Formaður setti fundinn og bauð fundarfólk velkomið til fundar í nýju húsnæði. Heimilisfólkið er nýflutt í nýja húsnæðið og hélt upp á tímamótin ásamt starfsfólki Jaðars s.l. laugardag með því að bjóða gestum að skoða húsið og njóta veitinga.

Endurbætur eru hafnar við eldra húsnæðið, en þar verða fjórar hjónaíbúðir og fjögur einstaklingsherbergi. Nokkrar umsóknir hafa borist um dvöl í húsnæðinu.

Forstöðumaður fór yfir reksturinn og mannahald, Eva Jódís Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin tímabundið í hlutastarf.

Fundi slitið kl. 16:30

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?