Umhverfis- og skipulagsnefnd

78. fundur 26. júlí 2016 kl. 09:52 - 09:52
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 78. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn  í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, þriðjudaginn 2. júlí 2013 og hófst hann kl. 12:00.

 

 

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason Formaður, Jónas Kristófersson Varaformaður og Bjarni Vigfússon Nefndarmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Smári Björnsson,Byggingarfulltrúi.

 

 

 

Dagskrá:  
1. 1306001 - Hótel Hellnar_deiliskipulag vistvænnar þyrpingar til samþykktar
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar og birtingar í samræmi við skipulagslög.
 
2. 1306002 - Fjárborg,hesthús_deiliskipulag til samþykktar
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar og birtingar í samræmi við skipulagslög.
 
3. 1306003 - Hofgarðar_deiliskipulag ferðaþjónustubýlis til samþykktar
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar og birtingar í samræmi við skipulagslög.
 
4. 1306004 - Selhóll_deiliskipulag til samþykktar
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar og birtingar í samræmi við skipulagslög..
 
5. 1306005 - Þórdísarflöt_deiliskipulag til samþykktar
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar og birtingar í samræmi við skipulagslög.
 
6. 1306006 - Kjarvalströð 11 - geymsluskúr_umsókn um byggingarleyfi
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
 
7. 1306009 - Varmilækur_umsókn um byggingarleyfi
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
 
8. 1306012 - Grundarbraut 10A_Umsókn um byggingarleyfi
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum um málið, þá sérstaklega grunnmynd af húsnæði þar sem aðgengi að hús er sýnd með lóðarmörkum þar sem aðkoma slökkviliðs er sýnd. Nefndin heimilar að sett verði hurð á vesturhlið hús en ekki að hurð verði tekin af á austurhlið.
 
9. 1306013 - Böðvarsholt_breyting á gluggum. Reyndarteikningar til samþykktar
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir reyndarteikningar af Böðvarsholti.
 
10. 1306018 - Brautarholt 8_Breyting á húsi. Umsókn um byggingarleyfi
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með þeim skilyrðum að flóttaleiðir úr herbergjum verði fullnægt í samræmi við reglugerð.
 
11. 1306022 - Sölvaslóð 1_byggingarleyfi f.105m2 hús (frh.1212002 og 1304004)
Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 42/2010 var synjun umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar frá 4. maí 2010 um að veita byggingarleyfi fyrir 105,1 m2 sumarhúsi að Sölvaslóð 1 felld úr gildi. Í samræmi við úrskurð ÚUA er fallist á umsókn um að reisa einnar hæðar 105,1 m2 hús á lóðinni að Sölvaslóð 1. Gerðar eru athugasemdir við rúmmál, svalahurð og milliloft. Skipulags- og byggingar¬fulltrúa er falið að kalla eftir sjónarmiðum eiganda.
 
12. 1307002 - Grunnskóli Ólafsvíkur_klæðning, suðausturhlið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
 
13. 1306010 - Göngu-og hjólreiðastígur_umsókn um framkvæmdaleyfi
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
 
14. 1307001 - Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull_framkvæmdaleyfi á nokkrum stöðum innan Þjóðgarðsins
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
 
15. 1306007 - Ölkelda_stöðuleyfi fyrir gám
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa um að veita stöðuleyfið til eins árs.
 
16. 1306008 - UMF.Víkingur/Reynir_umsókn um stöðuleyfi f.gám
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
 
17. 1306011 - Kólumbusarbryggja - samkomulag_til kynningar
Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt erindið.
 
18. 1306015 - Múlavirkjun_erindi frá bæjarstjórn
Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt erindið, nefndin telur sig ekki geta gefið umsögn um málið að svo stöddu þar sem málið kom ekki til samþykktar í Snæfellsbæ í upphafi Múlavirkjunar.
 
19. 1306014 - Hellnar_sjónauki
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem ekki liggur fyrir samþykki landeiganda.
 
20. 1306020 - Akrar, Hellnum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
 
21. 1306023 - Vikurport_óleyfisframkvæmdir (frh.)
Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt bréf sem sent var eiganda. Byggingarfulltrúa var falið að vinna áfram í málinu þar sem um óleyfisframkvæmd er að ræða.
 

 

   

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:11.
Getum við bætt efni þessarar síðu?