Umhverfis- og skipulagsnefnd

71. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:02 - 10:02

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 71. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, þriðjudaginn 29. maí 2012 og hófst hann kl. 12:00.

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason Formaður, Jónas Kristófersson Varaformaður, Bjarni Vigfússon Nefndarmaður, Drífa Skúladóttir Nefndarmaður, Svanur Tómasson

Embættismaður og Sturla Fjeldsted Varamaður.

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson, Byggingarfulltrúi.

 

Dagskrá:

1. 1205007 - Umsókn um byggingarleyfi Malarrif - útihús.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

2. 1205010 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að

Grundarslóð 4 Arnarstapa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

3. 1205012 - Umsókn um byggingarleyfi Brautarholt 11, klæðning á húsi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

4. 1205009 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnustofu í Krossavík í eitt ár.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir stöðuleyfi fyrir listastofu í Krossavík í eitt ár.

5. 1204001 - Fyrirspurn vegna byggingu Hótels við Menningarmiðstöð á Hellnum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd voru kynntar nýjar teikningar af svæðinu.

Miðað við framlagðar teikningar af hugmynd um hótel við menningarmiðstöð á Hellnum þá líst nefndinni ekki á þessar hugmyndir. Viðkomandi bygging yrði alltof áberandi í núverandi landslagi og myndi skyggja á ákveðin kennileiti á svæðinu.

6. 1205005 - Lindarholt 8, óskað er eftir leyfi fyrir

gervihnattamótökubúnaði á suðausturhorni húsins. Búnaðurinn er 1,2m í þvermál.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

7. 1205008 - Umsókn um skólgirðingu og sópall við Skólabraut 10.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið en bendir á að Skólabraut 12 er lóð sem hugsanlega verði nýtt í framtíðinni og þarf því að færa útgang frá Skólabraut 10 af lóð.

 

8. 1205011 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Nónhóll Arnarstapa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

9. 1205006 - Önnur mál Umhverfisnefndar Snæfellsbæjar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar var kynnt máli.

Nefndin fór í vettvangsferð um Snæfellsbæ.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:13.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?