Umhverfis- og skipulagsnefnd
68. fundur
umhverfis- og skipulagsnefndar
haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar,
þriðjudaginn 24. janúar 2012 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Sigurjón Bjarnason, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, DrífaSkúladóttir, Svanur Tómasson,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 1107001 - Breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar - Rjúkandavirkjun íÓlafsvík
Aðalskipulagið var auglýst í Morgunbalaðinu, Lögbirtingarblaðinu og Jökliþann 27. október með athugasemdartíma til 8. desember. Athugasemd barst
frá Veiðimálastofnun.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögu að svari við athugasemdum Veiðimálastofnunar og að skipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar.
2. 1201004 - Slitvindastaðir - skemma, breytt notkun
Guðrún Sigurðardóttir sækir um leyfi til að gera íbúð í hluta af skemmunni mhl. 04 á Slitvindastöðum samkv. meðf. teikningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á mhl 4 að
Slitvindastöðum. Með skilyrðum að teikningar verði samþykktar af eldvarnareftirliti.
3. 1201005 - Dyngjubúð 4 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og útlitsbreytingu.
Örn Arnarson, kt. 290766-5169 og Sirrý Gunnarsdóttir, kt. 270967-4779 óska eftir að fá endurnýjun á byggingarleyfi vegna bílgeymslu að Dyngjubúð 4.Einnig er óskað eftir leyfi til að fjarlægja trévegg sem stendur við vesturhlið lóðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir bílgeymslu að Dyngjubúð 4 og að fjarlægja trévegg á vesturhlið lóðar.
4. 1201006 - Kjarvalströð 1 - Umsókn um byggingarleyfi - stækkun á
geymslu
Berglind Fjóla Steingrímsdóttir, kt. 051272-3749, sækir um leyfi fyrir 3,9 fmstækkun á geymslu að Kjarvalströð 1, Hellnum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir 3,9 fm stækkun á geymslu aðKjarvalströð 1.
5. 1201007 - Hraunbalar 6 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu
Jón Guðmundsson, kt. 301048-4599, sækir um leyfi fyrir 19,2 fm geymslu að Hraunbölum 6, Breiðuvík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir 19,2 fm geymslu að Hraunbölum 6.
6. 1201003 - Langaholt - Rekstarleyfi
Gistihúsið Langaholt hef, kt. 701100-3790, hefur sótt um rekstarleyfi fyrir gististað í flokki V, hótel og veitingastað í flokki III að Langaholti íStaðaðarsveit. Óskað er eftir umsögn.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að rekstarleyfi verði gefið út fyrir Gistihúsið Langaholt ehf, að Langaholti í Staðarsveit þegar úttekt hefur farið fram og samþykkt.
7. 1201002 - Erindi frá Landvernd
Landvernd óskar eftir aðstoð við kortlagningu smáabátahafna og baðstranda vegna Bláfánans.
Umhverfis- og skipulagnsefnd var kynnt erindið og vísar því til Hafnarnefndar Snæfellsbæjar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25