Umhverfis- og skipulagsnefnd
67. fundur
umhverfis- og skipulagsnefndar
haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar,
þriðjudaginn 6. desember 2011 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Drífa Skúladóttir, Sturla Fjeldsted,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá: 1. 1109006 - Umsókn um 9 holu golfvöll við Tjaldsvæðið á Hellissandi.
Loftur Bjarnason, óskar eftir að fá svæði á gamla tjaldsvæðinu á Hellissandi undir minigolfvöll. Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í hugmyndir Lofts Bjarnasonar um mini Golfvöll á gamla tjaldsvæðinu á Hellissandi. Nefndin óskar hinsvegar eftir frekari teikningum og upplýsingum af svæðinu og hvernig fyrirhugaður völlur kemur til með að líta út.
2. 1109009 - Deiliskipulag þjónustusvæðis Ólafsvík - Sundlaugarsvæði.
Skipulagið hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar.
3. 1111009 - Túnbrekka 9 - geymsluskúr
Kristján Guðmundsson, sækir um byggingarleyfi fyrir 5,9 fm geymsluskúr í lokuðu porti við vesturhlið bílskúrs að Túnbrekku 9, skv. meðf. teikningu. Skúrinn yrði klæddur með liggjandi panil og bárujárni á þaki. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki nágranna við Túnbrekku 7.
4. 1112002 - Hraunbalar 9 - Reyndarteikningar
Jökull Pálmar Jónsson, óskar eftir samþykki nefndarinnar á reyndarteikningum fyrir Hraunbala 9, Breiðuvík. Umhvefis- og skipulagsnefnd samþykkir reyndarteikningar dags. 27.11.2011 fyrir Hraunbala 9, Breiðuvík.
5. 1112001 - Ólafsbraut 55 - breyting á húsnæði
Karl Pétursson, f.h. ÁTVR óskar eftir leyfi til breytinga á húsnæði við Ólafsbraut 55. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingar á húsnæði Ólafsbrautar 55. Samþykki meðeiganda þarf að liggja fyrir áður en byggingarleyfi verður gefið út.
6. 1107012 - Engihlíð 2 bílskúr byggingaleyfisumsókn.
Einar Magnús Guðlaugsson óskar eftir samþykki nefndarinnar fyrir reynarteikningu af bílskúr við Engihlíð 2. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir reyndarteikningar fyrir bílskúr að Engihlíð 2, dags. í nóvember 2011.
7. 1010019 - Varmilækur - Breyttar teikningar
Lagðar eru fram breyttar teiknignar vegna bílskúrs að Varmalæk. Eldri teikningar voru samþykktar þann 10. des 2010. Málinu var frestað á 66. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að send verði út áminning á byggingarstjóra verksins. Nefndin samþykkir einnig breyttar teikningar og að byggingarleyfi verði gefið út.
8. 1105004 - Skólabraut 9 - Frekari aðgerðir vegna ástands á húsi.
Ekki hefur tekist að birta eiganda niðurstöðu síðasta fundar. Nefndinni var kynnt málið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30