Umhverfis- og skipulagsnefnd
65. fundur
umhverfis- og skipulagsnefndar
haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar,
þriðjudaginn 4. október 2011 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá: 1. 1106017 - Hafnarsvæði Ólafsvík - uppdráttur af lóðum varðandi breytingu á stærð við Snoppuveg 4.
Tillaga af lóðaruppdrætti við Hafnarsvæði í Ólafsvík. Uppdráttur hefur verið samþykktur af Hafnarstjóra.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lóðarupprátt af hafnarsvæði í Ólafsvík, en bendir á að vinna þarf deiliskipulag af svæðinu.
2. 1109007 - Fossárvegur 18 - lóðarumsókn.
Heimir Þór Ívarsson sækir um lóð við Fossárveg 18 samkvæmt samþykktu deiliskipulagi.
Umhverfis- og skipulagsnenfnd samþykkir erindið.
3. 1108019 - Skólabraut 6 - Ósk um stækkun á lóð, erindi frá 64. fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Þórir Dan Jónsson, sækir um stækkun á lóð að Skólabraut 6, erindið var tekið fyrir á 64. fundi Umhverfis- og skipulagsnendar. Byggingarfulltrúi hefur verið í samráði við lóðarhafa og skoðað lóðarmál við Skólabraut 6. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stækkun á lóð Skólabrautar 6 í samræmi við tillögu byggingarfulltrúa.
4. 1110003 - Naustabúð 17 - Stækkun á lóð og lóðarskipulag
Sótt er um stækkun á lóð að Naustabúð 17 og kynnt lóðarskipulag. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lóð við Naustabúð 14 verði notuð undir bílasæði fyrir Leikskólan Kríuból, einnig að unnið verði eftir frekar skipulagi af Naustabúð 17 samkvæmt teikningu.
5. 1109009 - Deiliskipulag þjónustusvæðis Ólafsvík - Sundlaugarsvæði.
Kynnt er fyrir nefndinni nýtt deiliskipulag fyrir sundlaugarsvæði í Ólafsvík. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. lagan nr. 123/2010.
6. 0909020 - Afstöðuuppdráttur af vegslóða að Snæfellsjökli.
Óskað er eftir samþykki að breyttum uppdrætti vegna vegslóða að Snæfellsjökli. Breyttur uppdráttur fyrir vegslóða sýnir aðeins færslu á slóða frá áður samþykktum slóða til vesturs.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breyttan uppdrátt með fyrirvara um jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar.
7. 1109006 - Umsókn um 9 holu golfvöll við Tjaldsvæðið á Hellissandi.
Loftur Bjarnason sækir um leyfi fyrir 9 holu golfvöll og einnig 5m2 garðhús. Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum varðandi staðsetningu og stærð. Nefndin frestar erindinu.
8. 1109008 - Ólafsvíkur- og Arnarstapahöfn, ósk um leyfi til framkvæmda.
Sótt er um leyfi til að byggja masturshús og að steypa þekju við Ólafsvíkurhöfn og einnig leyfi til að steypa þekju við Arnarstapahöfn. Umhverfis- og skipulagsnefd samþykkir erindið.
9. 1110001 - Vatnsholt - Endurbætur á útihúsi
Hjörleifur Þór Jakobsson, sækir um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á útihúsi að Vatnsholti í Staðarsveit.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
10. 1110002 - Lýsuhóll - sólstofa
Agnar Gestsson sækir um byggingarleyfi fyrir sólstofu og hækkun á þaki að Lýsuhóli.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
11. 1105004 - Skólabraut 9 - Frekari aðgerðir vegna ástands á húsi.
Tillögur að frekari aðgerðum vegna ástands á húsi, ekkert hefur verið gert þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.
Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt málið og samþykkir aðgerðir byggingarfulltrúa.
12. 1109010 - Kjarvalströð 14 - Reyndarteikningar.
Óskað er eftir samþykki reyndarteikninga af Kjarvalströð 14 Hellnum, teiknað af Vektor, Sigurður Hafsteinsson.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir reyndarteikningar fyrir Kjarvalströð 14.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30