Umhverfis- og skipulagsnefnd

64. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:14 - 10:14

64. fundur

umhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar,

þriðjudaginn 30. ágúst 2011 og hófst hann kl. 12:00

 

Fundinn sátu:

Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá: 1. 1108026 - Grundarslóð 4 - skil á lóð.

Ólafur A. Gíslason, kt. 290644-3999,Ásbúð 74, Garðabæ, skilar inn byggingarlóð við Grundarslóð 4, Arnarstapa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

2. 1108007 - Sjávarlóð - Umsókn um lóð

Friðrik Bergsveinsson, kt. 270946-3999, sækir um sjávarlóð á Arnarstapa fyrir heilsárshús. Stærð á húsi yrði um 100-110 fm.

Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir umsóknina, en sjávarlóðirnar á Arnarstapa eru ekki tilbúnar til úthlutunar enn sem komið er. Unnið er að úthlutunarreglum fyrir þessar lóðir.

 

3. 1108012 - Grundarslóð 4 - umsókn um lóð

Sigurborg Benediktsdóttir, kt. 311283-2359 sækir um byggingarlóð að Grundarslóð 4, Arnarstapa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta Sigurborgu Benediktsdóttur lóðina.

 

4. 1108011 - Lóð fyrir steypuefni

Alm. umhverfisþjónustan kt. 620198-2699, sækir um lóð til að lagera upp steypuefni og vinna fullbúið efni til steypugerðar. Ef ekki er hægt að úthluta lóð þá er óskað eftir lóð til bráðabyrgðar, þar sem einnig getur farið fram steypugerð, en þar fylgir uppsetning á sementssýlói.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar hafnar erindinu á þeim

forsendum að ekki er til á deiliskipulagi svæði til að lagera efni.

 

5. 1107001 - Breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar - Rjúkandavirkjun í Ólafsvík

Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst á vef Snæfellsbæjar og í bæjarblaðinu Jökli þann 18. ágúst. Kynningarfundur var haldinn þann 23. ágúst. Engar athugasemdir voru gerðar við lýsinguna og tillögu að aðalskipulagsbreytingu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að senda skipulagi til Skipulagsstofnunar og fá heimild til að auglýsa skipulagsbreytinguna.

 

6. 1107002 - Deiliskipulag Rjúkandavirkjunar, Ólafsvík, Snæfellsbæ

Kynnt er deiliskipulag Rjúkandavirkjunar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa skipulagið þegar heimild hefur fengist til að auglýsa aðalskipulagsbreytingu vegna Rjúkandavirkjunar.

 

7. 1108014 - Ægissíða - Umsókn um byggingarleyfi fyrir tækjageymslu

Jón Guðmann Pétursson, kt. 311259-3779 sækir um byggingarleyfi fyrir 96 fm tækjageymslu við Ægissíðu í Staðarsveit.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir 96 fm tækjageymslu við Ægissíðu.

 

8. 1108006 - Jaðar 12 - Geymsluhús

Bergsveinn Þorkelsson, kt. 30652-7599, sækir um byggingarleyfi fyrir 7,25 fm geymsluhús við sumarhús sitt að Jaðri 12, Arnarstapa. um er að ræða bjálkahús frá Húsasmiðjunni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir 7,25 fm geymsluhús að Jaðri 12.

 

9. 1108001 - Hlíð - breyting á gluggum

Matthías Kristjánsson, kt. 060677-5499, sækir um leyfi til að skipta um glugga á húsi sínu að Hlíð í Snæfellsbæ. Við breytinguna kemst húsið nær sínu upprunalega útliti. Breytingin er í samráði við Fornleifavernd ríkisins. Björgunarop er í samræmi við staðla.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

10. 1108002 - Lækjarbakki 4 - stækkun á sólpalli

Haraldur Þór Gunnlaugsson, kt. 231267-5819, sækir um leyfi fyrir 30 fm stækkun á sólpalli sakv. meðfylgjandi teikningu að Lækjarbakka 4, Arnarstapa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

11. 1108003 - Brekkubær - Breyting á notkun aðstöðuhúss Sverrir Hermansson f.h. Hótel Hellna ehf, sækir um leyfi til að breyta og endurbæta núverandi hús að Brekkubæ, Hellnum. Húsin eru í dag nýtt sem aðstöðuhús og hlaða (geymsla). Hlöðu verður breytt í íþrótta- og samkomusal fyrir allt að 49 manns og aðstöðuhús verður endurskipulagt samkv. teikningu. Húsið verður allt einangrað að utan og klætt með standandi borðaklæðningu í samræmi við núverandi hús á svæðninu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

12. 1108008 - Bankastræti 1 - skilti

Baldvin Leifur Ívarsson, f.h. Fiskiðjunnar Bylgju hf sækir um leyfi til að setja niður skilti samkvæmt meðbylgjandi útlitsteikningu á sv. horn lóðar Fiskiðjunnar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

13. 1108004 - Grundarbraut 13 - Bygging á sólpalli Ewelina Wasiewizc, kt. 230584-2229, sækir um leyfi fyrir 13 fm sólpalli við húseign sína að Grundarbraut 13. Skjólveggir verða 180 cm að hæð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

14. 1108013 - Langaholt - reyndarteikningar Gistihúsið Langaholt ehf., óskar eftir samþykki nefndarinnar á reyndarteikningum af Gistihúsinu Langaholti. Teikningarnar eru unnar af Elínu G. Gunnlaugsdóttur, dags. 30.06.2011.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

15. 1108028 - Ólafsbraut 8 - Breytingar á húsnæði Sigurður S. Gestsson, kt. 190252-2219 sækir um leyfi til að byggja geymslur og klæða húsið að Ólafsbraut 8 með bárujárni. Einnig er óskað eftir leyfi til að breyta húsinu í tvær íbúðir samkv. meðf. teikningum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

16. 1106011 - Smiðjugata 5 - breyttar teikningar

IV Iceland ehf, leggur fram breyttar teikningar dags. 15. ágúst 2011. Um er að ræða breytingu á útliti hússins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

17. 1108027 - Hábrekka 12 - Garðkofi

Marinó Morteins, sækir um leyfi fyrir 7,2 fm garðkofa á lóð sinni að Hábrekku 12. Meðfylgjandi er teikning og staðsetning á kofa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

18. 1108019 - Skólabraut 6 - Pallur og stækkun á lóð.

Þórir Dan Jónsson, kt. 221051-2389 og Auður Ingólfsdóttir, kt. 031252-3509 sækja um leyfi fyrir 40 fm palli. einnig er óskað eftir að lóð verði stækkuð hægra megin við húsið að steinvegg hjá klettunum og að lóðarmörkum hjá húsinu fyrir aftan.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir ósk um pall en felur byggingarfulltrúa að skoða frekar með stækkun á lóð í samræmi við lóðarhafa.

 

19. 1108022 - Háarif 25 - Klæðning Sævar Friðþjófsson sækir um leyfi til að klæða hús sitt að Háarifi 25 með flísum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

20. 1108024 - Lækjarbakki 3 - sólstofa Erlingur Helgason sækir um byggingarleyfi fyrir 21 fm sólstofu að Lækjarbakka 3.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

  21. 1108025 - Ölkelda 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr.

Jón Svavar Þórðarson, kt. 020753-5289, sækir um byggingarleyfi fyrir 62 fm steyptri viðbyggingu samkv. teikningum dags. 23. ágúst 2011. Einnig er sótt um leyfi til að klæða eldri part af húsi með bárujárnsklæðningu eins og verður á viðbyggingunni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

22. 1108020 - Ennisbraut 42 - Stöðuleyfisumsókn fyrir gám

Heimir Þór Ívarsson sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á lóð sinni að Ennisbraut 42.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir stöðuleyfi fyrir gáminn í 1 ár. Byggingarfulltrúa falið að koma með tillögu að hækkun á stöðuleyfisgjaldi fyrir gám. Pétur Jóhansson yfirgaf fundin yfir þessu erindi.

 

23. 1108023 - Brekkubær - viðbygging mbl. 11

Hótel Hellnar ehf sækir um byggingarleyfi fyrir 269,4 fm viðbyggingu við Hótel Hellna.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

24. 1108018 - Djúpalónssandur - göngustígar og breyting á bílastæði.

Guðbjörg Gunnarsdóttir f.h. Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngustígs við Djúpalónssands. einnig er sótt um leyfi til að breyta bílastæði við Dnúpalónssand samkv. skipulagsupprætti af svæðinu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.

 

25. 1108010 - undirbúningur að umsókn um lóð undir steypustöð og efnisvinnslu.

Tóm steypa ehf, kt. 520202-2420 mun sækja um lóð undir starfsemi sína í Snæfellsbæ. Fyrirhugar að vera með steypustöð og efnisvinnslu til steypugerðar á lóðinni, vel mögulegt og jafnvel æskilegt er að vera með starfsemina aðskylda. Óskað er eftir að möguleikar í stöðunni verði skoðaðir og í framhaldi tekin ákvörðun um hvernig að lóðarumsókn verði staðið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar getur að svo stöddu ekki úthlutað lóð undir starfsemi steypustöðvar þar sem hvorki í aðalskipulagi né deiliskipulagi Snæfellsbæjar eru skipulagðar lóðir undir þá starfsemi. Umhverfisnefndin felur byggingarfulltrúa að skoða nánar með staðsetningar fyrir slíka starfsemi.

  26. 1108009 - Harðarkambur - efnistaka

Tóm steypa ehf, kt. 520202-2420, sækir um leyfi til efnistöku úr Harðarkambi. Efnið verður eingöngu notað til vinnslu á steypuefni. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar getur ekki orðið við erindinu þar sem núverandi efnisnámur eru nú þegar í leigu. Bjarni Vigfússon og Svanur Tómasson yfirgáfu fundinn yfir þessu erindi.

 

27. 1101019 - Snæfell Félagsheimili- Reyndarteikningar til samþykktar.

Elín G. Gunnlaugsdóttir arkitek leggur fyrir nefndina reyndarteikningar af Félagsheimilinu Snæfelli til samþykktar, teikningarnar hafa fengið samþykki eldvarnareftirlits. Einnig liggur fyrir rekstrarleyfisumsókn um leyfi til að reka veitingastað í flokki III, veitingasölu og greiðasölu og gististað í flokki II, gistiskála í félagsheimilinu Snæfelli á Arnarstapa, frá Ólína Gunnlaugsdóttir, kt. 250762-4539. Fjallað var um sama erindi á 58. fundi nefndarinnar og var málinu þá hafnað á þeim rökum að ekki lægju fyrir teikningar af núverandi húsi. Ólína Gunnlaugsdóttir, kt. 250762-4539, hefur sótt um leyfi til að reka

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir reyndarteikningar fyrir húsið. Og felur byggingarfulltrúa og Slökkviliðsstjóra að gera úttekt á

húsinu í samræmi við samþykktar teikningar.

  28. 1108005 - Skálholt 6 - Heimagisting

Ragnheiður Víglundsdóttir hefur sótt um rekstarleyfi til að reka gististað í flokki I, heimagistingu að Skálholti 6, neðri hæð í Snæfellsbæ. Leitað er eftir umsagnar nefndarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar af Skálholti 6. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið þar sem lóð bíður upp á næg bílastæða og að samþykki nágranna liggi fyrir. Samþykki þarf að liggja fyrir hjá eftirtöldum nágrönnum Skálholt 11, 13 og Mýrarholti 14.

 

29. 1105004 - Skólabraut 9 - umhirða húss

Jóhannes Helgi Einarsson, kt. 080163-4879, eigandi Skólabrautar 9 hafði samband símleiðis þann 3, ágúst 2011 vegna bréfs sem honum barst vegna ástands Skólabrautar 9. Menn á vegum hans munu koma í næstu viku og meta húsið og lagfæring á húsinu hefjast fljótlega eftir það. Umsókn um klæningu mun berast byggingarfulltúa fyrir næsta fund. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar var kynnt málið. Byggingarfulltrúa falið að fylgja málum eftir vegna ástands húss.

  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:04

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?