Umhverfis- og skipulagsnefnd
63. fundur
umhverfis- og skipulagsnefndar
haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar,
þriðjudaginn 5. júlí 2011 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá: 1. 1106017 - Snoppuvegur 4 - umsókn um stækkun á lóð
Valafell ehf, kt. 670269-3029 óskar eftir því að fá 10 metra stækkun til austurs á lóð Valafells að Snoppuvegi 4, stækkun er því alls 500m2.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar tekur vel í áform Valafells en telur sig þurfa að fresta erindinu meðan aflað er frekari gagna. Byggingfulltrúa er falið að vinna afstöðu teikningu af svæðinu með mögulega nýtingu lóða á svæðinu, sem verður lögð fyrir Hafnarnefnd. Ennfremur þarf að liggja fyrir samþykki allra lóðarhafa fyrir umsókn um stækkun.
2. 1107001 - Breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar - Rjúkandavirkjun í Ólafsvík
Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir ófullgerð drög að breytingu á aðalskipulagi vegna Rjúkandavirkjunar. óskað eftir umfjöllun nefndarinnar varðandi eftirfarandi: Óskað er eftir afstöðu vegna lýsingar fyrir breytingu aðalskipulags. Óskað er eftir afstöðu varðandi umhverfisskýrslu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir framlagða Lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna Rjúkandavirkjunar. Ennfremur telur Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum þar sem megináhrif framkvæmdarinnar eru vegna jarðrasks og minnkaðs rennsli í Fossá neðan stíflu. Landið sem raskast er að mestu áður raskaðir lítt grónir melar. Byggingafulltrúa er falið að leita samráðs við Skipulagstofnun varðandi Lýsingu og Umhverfisskýrslu vegna fyrirhugaðra aðalskipulagbreytinga. Jafnframt er byggingarfulltrúa falið að kynna tillögur að aðlskipulagi fyrir almenningi með það í huga að geta fjallað um endanlegar tillögur á næsta fundi nefndarinnar.
Úrskurður um tilkynningu vegna matskyldu mun liggja fyrir um miðjan júlí 2011, og er byggingafulltrúa falið að fella niðurstöðuna inní framlögð gögn.
3. 1107002 - Deiliskipulag Rjúkandavirkjunar, Ólafsvík, Snæfellsbæ
Orkusalan ehf kynnir drög að deiliskipulagi vegna Rjúkandavirkjunnar. Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar vegna umhverfisskýrslu.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem er í öll megin atriðum í samræmi við aðalskipulagsbreytingu og þarf því ekki Lýsingu. Lögð er fram Umhverfisskýrsla og byggingafulltrúa falið að leita samráðs vegna hennar, Niðurstöður vegna tilkynningar vegna mat á Umhverfisáhrifum verði felld inní gögn og er byggingafulltrúa falið að kynna deiliskipulag með umhverfisskýurslu samhlið breyting á aðslskipulagi með það í huga að geta fjallað um endanlegar tillögur á næsta fundi nefndarinnar.
4. 1107006 - Háarif 37 - klæðning
Friðþjófur Sævarsson, kt. 091067-4559, óskar eftir leyfi fyrir klæðningu á húseign sinni við Háarif 37.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.
5. 1107003 - Langaholt - Reyndarteikningar
Óskað ef eftir samþykki nefndarinnar á innsendum reyndarteikningum af Langaholti í Staðarsveit.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.
6. 1107012 - Engihlíð 2 bílskúr byggingaleyfisumsókn.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á bílskúr við Engihlíð 2 og einnig að klæða skúr með alusink.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið með skilyrðum að löglegum teikningum sé skilað til byggingafulltrúa.
7. 1107004 - Fjárborg 7 - Stöðuleyfi fyrir gám
Páll Sigurvinsson sækir um stöðuleyfir fyrir gám á lóð sinni við Fjárborg 7 samkv. meðf. teikningu. Gámurinn er 40 fet og verður gengið frá honum snyrtilega og í samræmi við núverandi hús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir stöðuleyfi fyrir gáminn í 1 ár.
8. 1107014 - Innra Klif sumarhús, umsókn um stöðuleyfi fyrir gám.
Ingveldur K Karlsdóttir sækir um leyfi fyrir gám við lóð sína við Innra Klif Ólafsvík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir stöðuleyfi fyrir gáminn í 1 ár.
9. 1107013 - Hafnargata 12, umsókn um stöðuleyfi fyrir Bogahýsi.
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir Bogahýsi við Hafnargötu 12 samkvæmt meðfylgjandi upplýsingu staðsetning verði í samráði við byggingafulltrúa.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir stöðuleyfi fyrir Bogahýsi í 1 ár og áskilur sér rétt til að skoða málið aftur að þeim tíma loknum, staðsetning verði í samráði við Byggingafulltrúa.
10. 1107007 - Hótel Hellnar - Rekstarleyfi, endurnýjun.
Hótel Hellnar ehf óskar eftir endurnýjun á rekstrarleyfi vegna stækkunar á gistiaðstöðu um 11 herbergi. Herbergin verða samtals 31 til útleigu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15