Umhverfis- og skipulagsnefnd

61. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:19 - 10:19

61. fundur

umhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn Röst,

þriðjudaginn 3. maí 2011 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá: 1. 1104008 - Minnisvarði um Guðmund Bergþórsson

Kvæðamannafélagið Iðunn óskar eftir leyfi til að reisa minnismerki og upplýsingaskilti um Guðmund Bergþórsson, rímnaskáld á Arnarstapa (1657-1705). Hugmyndin er að finna því stað við bílastæðið ofan við höfnina á Arnarstapa. Um er að ræða stuðlabergssúlu eins og hálfs til tveggja metra háa og ofan á henni stendur hnefi vinstri handar sem myndlistarmaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur mótað úr steini. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. Staðsetning á minnismerkinu verði í samráði við byggingarfulltrúa.

 

2. 1007008 - Umsókn um breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar Sleggjubeina.

Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna Sleggjubeinu. Breyting á uppdrætti: 1. Skilgreint er brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði vatnstöku og lega vatnslagnar 2. Efnistökusvæði N-10 er leiðrétt í samræmi við uppréttan loftmyndagrunn. 3. Bætt er inn núverandi slóða að efnistökusvæði og gönguleið að fyrirstöðu. Búið er að leita umsagnar Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar og Vegagerðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt staða málsins. Málið er í frekari skoðun.

 

3. 0906005 - Hraungerði - afstöðuuppdráttur

Björn B. Thors óskar eftir samþykki á afstöðuuppdrætti að Hraungerði í Breiðuvík. Gert er ráð fyrir að reisa hús að Hraungerði í Snæfellsbæ. Innan

byggingarreits aðalhúss er gert ráð fyrir allt að 125 fm auk geymsluhúss allt að 25 fm. Stefna húsanna taka mið af Hraunprýði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar málinu meðan svæðið er skoðað frekar.

 

4. 1006012 - Aðalskipulagsbreyting - Fróðárheiði

Aðalskipulagsbreyting vegna Fróðarheiðar hefur verið breytt eftir afthugasemdir á auglýsingatíma, leitað hefur verið eftir umsögn Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar og Vegagerðar. Tillaga að breytingu eftir auglýsingu: Vegstæði, reiðleið og mörkum svæðis á náttúruminjaskrá verði breytt og að legu vegar verði hliðrað að núverandi vegstæði á nyðri hluta svæðis sem breytingartillagan tekur til. Að öðru leiti verði breyting á aðalskipulagi Snæfellsæjar 1995-2015, vegna Fróðárheiðar óbreytt. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breyttan uppdrátt og að svör við athugasemdum verði send á landeigendur, greinargerð Skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 2. maí 2011. Einnig að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar samkv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

5. 1104014 - Deiliskipulag frístundabyggðar, Hellnum

Hellnaþorpið ehf kynnir tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar á Hellnum. Gert er ráð fyrir þyrpingu 20 frístundalóða á Hellnum í Snæfellsbæ. Einnig er gert ráð fyrir einu leiksvæði um miðbik þyrpingarinnar. Nýtingarhlutfall verði allt að 0,03 á hverri frístundalóð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd er kynnt málið og frestar erindinu þar sem ekki er kominn samningur vegna vatnstöku á svæðinu.

 

6. 1104015 - Deiliskipulag Hellisvalla á Hellnun, breyting.

Hellnaþorpið ehf, kynnir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hellisvalla á Hellnum. Í tillögunni er gert ráð fyrir 8 nýjum lóðum við Kjarvalströð. Útlínum lóðar nr. 18 er breytt. Bílastæðum breytt og bílastæði fyrir eldri og nýjarlóði eru í göturýminu á sambærilegan hátt og fyrir breytingu. Gert er ráð fyrir rúmlega 1.5 stæði á hvert hús. Byggingarreitir eru 7x10m. Umhverfis- og skipulagsnefnd er kynnt málið og frestar erindinu þar sem ekki er búið að ganga frá samningi um vatnstöku.

 

7. 1104016 - Kirkjuhóll - geymsluhúsnæði

Hólar ehf, kt.660803-2540 sækja um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði að Kirkjuhóli í Staðarsveit. Um er að ræða tvo matshluta annar 32,6 fm að stærð og hinn 57, 2 fm að stærð

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir teikningar fyrir mhl. 05 og mhl. 09 samkvæmt teikningu, en engar frekari stækkanir við ummrædd hús.

 

8. 1104018 - Ægissíða - Tækjageymsla  

Jón Guðmann Pétursson, kt. 311259-3779, sækir um byggingarleyfi fyrir 96 fm tækjageymslu í landi Ægissíðu samkv. meðf. uppdrætti.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari teikningum af afstöðu af húsi og vegi að húsi.

 

9. 1104017 - Þorgilsstaðir - geymsluhúsnæði

Ólafur Þ.B. Sveinsson sækir um byggingarleyfi fyrir 10,2 fm geymslu í landi Þorgilsstaða, samkv. meðf. uppdrætti dags. 7. apríl 2011.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

10. 1105001 - Þjóðgarður - skilti

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull óskar eftir leyfi til að setja upp nokkur fræðslu- og leiðbeiningarskilti, vegvísa og ljóðaskilti. Við uppsetningu allra skiltana verður vinnu hagað á þann hátt að sem minnst spjöll hljótist af og að skiltin skili tilgangi sínum sem leiðbeinandi og um leið fræðandi fyrir gesti svæðisins.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

11. 1105002 - Reynisvöllur - aðstöðuhús

Ungmennafélagið Reynir kt. 680792-2249 óskar efitr stöðuleyfi fyrir tvö gámahús með snyrtiaðstöðu og geymsu á Reynisvelli á Hellissandi. Einnig er óskað efitr leyfi fyrir palli fyrir framan húsin. Staðsetning væri í samráði við byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu. Óskað er eftir frekari gögnum um málið þar sem fram komi útlitsteiknng, staðsetning á gámum og fyrirkomulag á frárennsli. Ennfremur stærð á palli.

 

12. 1105003 - Selhóll - niðurrif

Tæknideils Snæfellsbæjar óskar eftir leyfi til að rífa íbúðarhúsið við Selhól á Hellissandi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.

 

13. 1104007 - Á Eyrunum - Rekstarleyfi

Áning ehf, kt. 621009-0600, óskar eftir rekstarleyfi fyrir gisti- og veitingastað á Á Eyrunum, Staðarsveit.

Umhverfis- og skipulagsnefnds samþykkir erindið.

 

14. 1104006 - Hlíð, Hellissandi - Reyndarteikningar

Matthías Kristjánsson óskar eftir að reyndarteikningar af Hlíð á Hellissandi verði samþykktar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir reyndarteiknngar af Hlíð dags. 24. mars 2011.

 

15. 1104005 - Kólumbusarbryggja 1 - stöðvun framkvæmdaStarfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra að Kólumbusarbryggju 1 hefur verið afturkölluð hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. Byggingarfulltrúi hefur því stöðvað framkvæmdir við Kólumbusarbryggju 1, skv. 50. gr. Mannvirkjalaga nr. 160/2010.

Umhverfis- og skipulagsnefnd er kynnt málið og samþykkir stöðvunina.

 

16. 1103003 - Norðurgarður 8 - rekstur

Guðrún Gísladóttir óskar eftir leyfi til að hefja rekstur á reykingu sjávarafurða að Norðurgarði 8, Rifi. Um er að ræða fullvinnslu á reyktum fiski til manneldis. Málinu var frestað á síðasta fundi og óskað eftir frekari gögnum.

Umhverfis- og skipulagsnefd samþykkir erindið með fyrirvara um leyfi frá Heilbrigðisfulltrúa Vesturlands.

 

17. 1104011 - Kjarvalströð 7 - Rekstarleyfi

Viator ehf, kt. 571002-4180, sækir um rekstarleyfi fyrir gististað að Kjarvalströð 7, Arnarstapa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umrædda starfsemi að uppfylltum þeim skilyrðum sem gerðar eru til gististaða í flokki II.

 

18. 1104013 - Kjarvalströð 13 - rekstarleyfi

Viator ehf, kt. 571002-4180, sækir um rekstarleyfi fyrir gististað að Kjarvalströð 13, Arnarstapa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umrædda starfsemi að uppfylltum þeim skilyrðum sem gerðar eru til gististaða í flokki II.

 

19. 1105004 - Skólabraut 9 - umhirða húss

Viðhald íbúðarhússins að Skólabraut 9 á Hellissandi er verulega áfátt og er lýti fyrir umhverfið. Múrklæðning farin af húsinu á stórum hluta og hefur verið að fjúka í næsta nágrenni. Nágrannar hafa haft samband og beðið um úrlausn.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að haft verði samband við eiganda Skólabrautar 9 og óskað eftir aðgerðum við húsið. Komi verði í veg fyrir að ástand hússins valdi frekara tjóni.

 

20. 1103008 - Engihlíð 1 - Skotkassi

Knattspyrnudeild UMF Víkings óskar eftir leyfi og tillögu að staðsetningu fyrir skotkassa 6 x 6m að stærð við lóð íþróttavallar. Skotkassinn væri notaður við spyrnuæfingar hjá Víking. Málinu var frestað á síðasta fundi meðan svæðið var skoðað frekar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að þessi kassi rúmist ekki á

vallarsvæðinu.

 

21. 1105005 - Vatnshellir - öryggismál

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull óskar eftir að sveitafélagið geri öryggisúttekt á Vatnshelli.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að byggingarfulltrúi geri úttekt á Vatnshelli.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:04

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?