Umhverfis- og skipulagsnefnd
58. fundur
umhverfis- og skipulagsnefndar
haldinn í Röst,
þriðjudaginn 11. janúar 2011 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Drífa Skúladóttir, Pétur Steinar Jóhannsson, Svanur Tómasson, Sturla Fjeldsted,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , ByggingarfulltrúiDagskrá:
1. 1006012 - Aðalskipulagsbreyting - Fróðárheiði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillagan að aðalskipulagsbreytingu Snæfellsbæjar vegna verði auglýst samkv. 1. mgr. 21. gr. skipulags og byggingarlaga.
2. 1007008 - Umsókn um breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar Sleggjubeina.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að senda málið til umsagnar á eftirtalda aðila: Umhverfisstofnun, Fornleifanefnd og Vegagerð þegar umsagnir frá eftirtöldum aðilum hefur borist mun nefndin fjallað frekar um breytingar tillöguna.
3. 1010010 - Deiliskipulag hesthúsasvæðis sunnan Hellissands, breyting.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 3. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
4. 1010028 - Nýtt deiliskipulag verslunar- og þjónustulóðar á Arnarstapa.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 3. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
5. 1101012 - Fjárborg 10d - Umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthús.
Niðurstaða Umhverfis- og skipulagsnefnd nefndar í máli þessu þrátt fyrir að umsækjandi hafi reist húsið án fullnægjandi leyfis og ennfremur að húsið falli ekki undir skipulag svæðinsins hlítir nefndin ákvörðun Úrskurðarnefndar skipulags og byggingarmála og samþykkir byggingarleyfisumsókn fyrir byggingu 189,2 fm hesthúss á einni hæð að Fjárborg 10D.
Umhverfis- og skipulagsnefnd áréttar að hún hafi unnið samkvæmt öllum lögum og reglum í þessu máli. Einnig var leitað álits lögfræðings Snæfellsbæjar sem og fagaðila í skipulagsmálum á vegum Snæfellsbæjar.
6. 1012003 - Melabúð 1 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggignarleyfi fyrir 78,1 fm einnar hæðar frístundahús að Melabúð 1, Hellnum, samkv. teikningum dags. 06.01.2011, nr. 01, teiknað af Hildigunni Haraldsdóttur. Deiliskipulag fyrir svæðið var samþykkt 21.09.10 og birt í B-deild Sjórnartíðinda 08.10.10.
7. 1012004 - Grundarbraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir kæligeymslu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir 9,7 fm kæligeymslu við norðurhlið hússins, samkv. teikningu dags. í desember 2010, nr. 1 og 2, unnin af Hauk Ásgeirssyni, útlit sé í samræmi við núverandi hús.
8. 1012002 - Engihlíð 28 - Reyndarteikningar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir innsendar teikningar dags. 30.07.2010, teiknað af Kára Eiríkssyni, Verkstæði arkitekta.
9. 1101010 - Við Klettabúð - Reyndarteikningar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir reyndarteikningar af Líkn við Klettabúð ln 136575 , Hellissandi, dags. 20.10.2008, teiknað af Gísla Þór Péturssyni.
10. 1101014 - Kjarvalströð 9 - breyttar teikningar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breyttar teikningar vegna Kjarvalstraðar 9, dags. í júní 2005, breytt 17.11.2008 og 04.11.2009, nr. A-01
11. 1101015 - Kjarvalströð 14 - Breyttar teikningar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breyttar teikningar vegna Kjarvalstraða 14, dags. í júní 2005, breytt 17.11.2008, 04.11.2009 og 16.12.2010, nr. A-01.
12. 1101017 - Ólafsbraut 80 - Umsókn um byggingarleyfi -viðbygging.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir 20 fm stækkun á Ólafsbraut 80, samkvæmt innsendum teikningum dags. 21.12.2010, teiknað af Hauk Ásgeirssyni.
13. 1101018 - Snoppuvegur 6 - Útlitsbreyting.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir útlitsbreytingu á Snoppuvegi 6.
14. 1101011 - Grundarbraut 2 - Lóð breytt.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að skoða málið frekar og koma með tillögu að lausn.
15. 1012005 - Plássið Laugabrekku - Umsögn um rekstrarleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem framkvæmdum við breytingar á húsnæði í samræmi við samþykktar teikningar er ekki lokið.
16. 1011004 - Bréf frá Fiskistofu - til kynningar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt málið.
17. 1101016 - Fjárborg 10d - Úrskurður USB.
Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt málið.
18. 1012001 - Félagsheimilið Lýsuhóli - umsögn um rekstarleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu því ekki liggur fyrir staðfest afrit af aðaluppdrætti sem sýnir afmörkun þess rýmis sem ætlað er fyrir reksturinn.
19. 1101019 - Snæfell - Umsögn vegna rekstrarleyfis.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu á þeim rökum að ekki liggja fyrir samþykktar teikningar af núverandi breytingum á húsnæði.
20. 1101020 - Keflavíkurgata 1 - Umsögn um rekstarleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu á þeim rökum að ekki liggja fyrir samþykktar undirritaðar teikningar af fyrirhugaðri heimagistingu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:27