Umhverfis- og skipulagsnefnd

57. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:28 - 10:28

57. fundur

umhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn  í Röst,

þriðjudaginn 2. nóvember 2010 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Sturla Fjeldsted,

Svanur Tómasson,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. 1010018 - Fjárborg - Umsókn um lóð.

Umhverfis - og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. Nú er unnið að

breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið og þegar því ferli er lokið getur nefndin úthlutað nýjum lóðum á svæðinu.

Lóðarumsókn frá Þorvarði J. Guðbjartssyni, Kt. 070953-2859, vegna lóðar við Fjárborg á Hellissandi undir fjárhús verður tekin frá og úthlutað honum eftir að skipulagsferli lýkur.

2. 1007008 - Umsókn um breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar

Sleggjubeina.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt málið af hagsmunaaðilum.

3. 1006012 - Aðalskipulagsbreyting - Fróðárheiði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði send

Skipulagsstofnun til athugunar.

4. 1007011 - Nýtt deiliskipulag fyrir Laugarbrekku.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að senda skipulagstillöguna til

Skipulagsstofnunar til yfirferðar samkv. 3. mgr. 25. gr. skipulags - og

byggingarlaga.

5. 1008009 - Deiliskipulag vistvænnar þyrpingar á Hellnum - breyting.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að senda skipulagstillöguna til

Skipulagsstofnunar til yfirferðar samkv. 1. mgr. 26. gr. skipulags - og

byggingarlaga.

6. 1010010 - Deiliskipulag hesthúsasvæðis sunnan Hellissands, breyting.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagstillagan verði auglýst

samkv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Tillagan felur í sér að gert er ráð fyrir 6 nýjum lóðum fyrir hesthús/fjárhús.

Lóðrinar eru 63x58 m að stærð og byggingarreitir eru 12x33 m. Innan

byggingarreita má reisa allt að 200 fm hesthús/fjárhús á einni hæð.

7. 1010026 - Hofgarðar - breyting á deiliskipulagi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagstillagan verði kynnt

samkv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Skipulagstillagan felur í sér að gert er ráð fyrir að smáhýsum verði fjölgað úr 5 í 8. Stærð þeirra var áður allt að 60 m2 en verði nú allt að 40 m2. Lóðirnar eru minnkaðar, þeim hliðrað til suðurs og akfærum stíg er hliðrað.

8. 1010028 - Nýtt deiliskipulag verslunar- og þjónustulóðar á Arnarstapa.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagstillagan verði auglýst

samkv. 3. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Tillagan felur í sér að gert er ráð fyrir einni 10.670 fm viðskipta- og

þjónustulóð. Innan lóðar má reisa allt að 500 fm þjónustuhús og 8 smáhýsi

allt að 40 fm hvert hús.

9. 1010019 - Varmilækur - Umsókn um byggingarleyfi fyrir vélageymslu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggignarleyfi fyrir 28,8 m2 vélageymslu að Varmalæk samkv. innsendum teikningum dags. í október unnum af Hauk Ásgeirssyni með fyrirvara um staðsetningu á´húsi verði í samráði við byggingarfulltrúa og Slökkviliðsstjóra.

10. 1010024 - Fjárborg 10b - Umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthús.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir 88 fm hesthús að Fjárborg 10b samkv. innsendum teikningum dags. 15.10.2010

11. 1010014 - Grundarbraut 36 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggignarleyfi fyrir sólstofu að Grundarbraut 36 samkv. innsendum teikningum dags. í október 2010, unnum af Hauk Ásgeirssyni.

12. 1010016 - Hofgarðar - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 10 gestahús.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi að

Hofgörðum fyrir 2 gestahúsum, a og b. Einnig er veitt bráðarbirgðar byggingarleyfi fyrir 8 gestahúsum c,d,e,f,g,h,i og j samkv. innsendum teikningum unnum af ABS teiknistofu.

13. 1010023 - Lýsuhóll - Umsókn um byggingarleyfi á þjónustuskála.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi að Lýsuhóli til að stækka og breyta notkun á matshluta 05 úr bílskúr og vélageymslu í þjónustuskála í tengslum við ferðaþjónustu á bænum, samkv. meðf. teikningum dags. 13.10.2010

14. 1010022 - Brekkubær - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi að

Brekkubæ, Hellnum fyrir einnar hæðar timburviðbyggingu alls 335,8 m2 auk 22,4 m2 útipalls samkv. teikningum dags. 15.10.2010 unnum af Guðmundi Gunnarssyni. Með fyrirvara á flóttaleiðum úr herbergjum sé fullnægt.

15. 1010020 - Fossabrekka 21 - Umsókn um leyfi fyrir móttökudisk og

sólpalli.

Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir 16,25 m2 sólpalli við íbúð 0103 að Fossabrekku 21. Einnig er veitt leyfi fyrir móttökudisk á húseignina samkv. teikningu.

16. 1010009 - Fossabrekka 21 íbúð 0102 - Umsókn um leyfi fyrir sólpall og

móttökudisk.

Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir 16,25 m2 sólpalli við íbúð 0102 að Fossabrekku 21. Einnig er veitt leyfi fyrir móttökudisk á húseignina samkv. teikningu.

17. 1010011 - Engihlíð 1 - Stúka við fótboltavöll.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir stúku við fótboltavöllinn í Ólafsvík samkv. teikningu.

18. 1010012 - Ósk um leyfi til að setja upp GNSS - jarðstöð í landi

Snæfellsbæjar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggignarleyfi fyrir GNSS-jarðstöð. Staðsetning á holti ca 1300 m suður af Gufuskálum. Háð samþykki landeigenda og Þjóðgarðs.

19. 1010021 - Grundarbraut 2 - Sólpallur og lóð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir 70 m2 sólpall fyrir framan húsið samkv. meðf. teikningu. Byggingarfulltrúa falið að ræða við lóðarhafa og koma með tillögu að lóðarteikningu.

20. 1010017 - Hafnargata 11 - Umsókn um leyfi fyrir skilti við veg og á hús.

Sturla yfirgefur fundinn.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir samþykkir byggingarleyfi fyrir skilti á Hafnargötu 11 í Rifi og við veg. Staðsenting við veg þarf að vera í samráði við byggingarfulltrúa.

21. 1010008 - Kirkjuhóll - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til sex mánaða, ekki verður um frekari framlenginu á stöðuleyfi að ræða. Eins er veitt leyfi fyrir klæðningu á skúr og uppistandandi hús. Nefndin vill benda á að vinna þarf deiliskipulag fyrir svæðið ef skúr á að vera áfram og skal það vinnast á næstu sex mánuðum.

22. 1011001 - Lýsudalur - Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús á

tjaldstæði.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir 36,1 fm

þjónustuhús á tjaldstæði í Lýsudal.

23. 1010025 - Ennisbraut 2 - Stöðuleyfi fyrir 3 gáma

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir þrjá 20 ft. gáma við Ennisbraut 2 til 15. febrúar 2011.

24. 1010027 - Þórdísarflör lnr. 2193331 - Lagning heimreiðar að

byggingarreit.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir

heimreið að byggingarreit að Þórdísarflöt á Hellnum.

25. 1010015 - Matjurtagarður

Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem Snæfellsbær er ekki

með skipulagt svæði fyrir matjurtagarða. Málið verði skoðað frekar þegar

heildar endurskoðun á aðalskipulagi Snæfellsbæjar verður gerð.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:09

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?