Umhverfis- og skipulagsnefnd
56. fundur
umhverfis- og skipulagsnefndar
haldinn í Röst,
þriðjudaginn 5. október 2010 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Svanur Tómasson,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 1010007 - Fjárborg 10b - LóðUmhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu með aflað er frekari gagna um málið.
2. 1009001 - Fjárborg 10b - Umsókn um lóð
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu með aflað er frekari gagna um málið.
3. 1006012 - Aðalskipulagsbreyting - Fróðárheiði
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna Fróðárheiðar verði kynnt á fundi með íbúum Snæfellsbæjar. Á fundinum geta íbúar gert athugasemdir við breytinguna.
4. 1008005 - Brautarholt 11 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bíslag.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir bíslagi fyrir ofan útigang, samkv. meðf. teikningu.
5. 1010003 - Engihlíð 18 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bárujárnsklæðningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir liggjandi bárujárnsklæðningu að Engihlíð 18.
6. 1010002 - Jaðar 18 - Umsókn um leyfi fyrir garðhús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að að veita byggingarleyfi fyrir 6 fm
garðhúsi við Jaðar 18 samkv. innsendum teikningum.
7. 1010001 - Hjarðartún 3 - útlitsbreyting og breytt lóðarleikning. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir útlitsbreytingu að Hjarðartúni 3. Breytingin felur í sér að hurð er sett út úr þvottahúsi. Nefndin samþykkir einnig breytta lóðarteikningu.
8. 1010004 - Hlíð - Umsókn um leyfi fyrir vinnustofu / gestahúsi við Hlíð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindi en vill skoða frekar staðsetningu hússins á lóð. Til að ganga frá umsókn um byggingarleyfi þarf nefndinni að berast teikningar af húsinu, eins þarf fyrirhugað hús að fara í grenndarkynningu.
9. 1009002 - Melabúð 1 - umsókn um leyfi fyrir veg og púða undir fyrirhugað sumarhús
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita leyfi til að leggja veg að þegar byggðum kjallara og væntanlegu sumarhúsi að Melabúð 1, vegur skal vera í samræmi við gildandi deiliskipulag. Nefndin gefur leyfi til að gera púða undir væntanlegt sumarhús, aðrar framkvæmdir eru ekki leyfðar fyrr en sótt hefur verið um byggingarleyfi og leyfi gefið út.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:34