Umhverfis- og skipulagsnefnd

55. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:34 - 10:34

55. fundur

umhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn í Röst,

þriðjudaginn 31. ágúst 2010 og hófst hann kl. 12:00

 

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Drífa Skúladóttir, Pétur Steinar Jóhannsson,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

1. 1007008 - Umsókn um breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar Sleggjubeina.

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt erindið, byggingarfulltrúa var falið að afla frekari gagn varðandi málið.

 

2. 1008009 - Deiliskipulag vistvænnar þyrpingar á Hellnum - breyting

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi vistvænnar þyrpingar á Hellnum. Breytingin afmarkast af 6.63 ha í landi Brekkubæjar. Breytingin er sett fram á uppdrætti dags. 31.08.2010 og felur í sér að fækkað er um eina lóð fyrir heilsárshús og lóðarmörkum við Brekkustíg og við niðurgrafna skemmu er breytt. Gert er ráð fyrir að sameina lóðir 2 og 4 við Brekkustíg. Tvö af útihúsum verði rifin og þar er gert ráð fyrir baðhúsi og starfsmannahúsi. Auk þess er gert ráð fyrir viðbyggingu við hótelið. Gestahúsum nyrst á svæðinu er breytt þannig að nú er gert ráð fyrir sambyggðum gistirýmum með sér inngangi. Aðkomu og fyrirkomulagi bílastæða er breytt og tjaldstæði er fellt niður. Gert er ráð fyrir að aðkoma að íbúðarbyggð og hótel verði aðskilin og lokað á hringakstur um íbúðarhúsagötu. Tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

3. 1008004 - Naustabúð 21 - Umsókn um breytingu á gluggum og hurð.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum um málið.

 

4. 1003029 - Plássið Laugarbrekku - Umsókn um byggingarleyfi Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á innraskipulagi á Menningarstöðinni á Hellnum samkvæmt teikningu dags. 20.03.2010, unnin

af Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar.

 

5. 1008008 - Sandholt 21 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu samkvæmt teikningu dags. 21.07.2010, unnin af Gísla G. Gunnarssyni, Teikninstofunni Kvarða, með fyrirvara um grenndarkynningu við Sandholt 19.

 

6. 1008001 - Brautarholt 5 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir 41,5 fm og 123,75 rm bílskúr að Brautarholti 5, samkvæmt teikningum dags11.08.2010, unnar af Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar. Byggingarefni verður forsteyptar samlokueiningar og útveggir verða klæddir ljósri viðhaldsfrírri klæðningu. Grendarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir hafa verið gerðar við fyrirhugaða byggingu.

 

7. 1008002 - Snæfellsás 15 - Klæðning

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir bárujárnsklæðningu að Snæfellsási 15.

 

8. 1008003 - Háarfi 87a - Garðhús og gluggar

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir 9 fm garðhúsi samkv. meðf. teikningum og einnig fyrir endurnýjun á gluggum.

 

9. 1008005 - Brautarholt 11 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir bíslag.

Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir teikningu af byggingunni.

 

10. 1006019 - Fossabrekka 23 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús að Fossabrekku 23.

 

11. 1008006 - Fossárvegur 10 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám. Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir samþykki meðeigenda um leyfið. Ennfremur þarf umsókn að vera í nafni lóðarhafa.

 

12. 1008007 - Hótel Hellnar - Umsókn um leyfi fyrir jarðvinnu og steypta botnplötu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir jarðvinnu og botnplötu á viðbyggingu við hótel Hellna. Þessar framkvæmdir eru á ábyrgð eigenda þar sem skipulagferill hefur ekki klárast. Ef skipulagið fær ekki endanlega afgreiðslu frá Skipulagsstofnun þá ber eiganda að fjarlægja steypta botnplötu tafarlaust á sinn kostnað.

 

13. 1004007 - Ólafsbraut 28 - Skráning á bílskúr

Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu varðandi skráningu á bílskúr Ólafsbrautar 30 verði skráður við húseingina Ólafsbraut 28.

Eignin Ólafsbraut 30 fellur undir lög um fjöleignarhús nr. 26/1994 en í 22. gr. þeirra segir "bílskúrar, hvort sem þeir eru innbyggðir í húsið, sambyggðir því eða standa sjálfstæðir á lóð þess, skulu jafnan fylgja ákveðnum séreignarhlutum í húsinu og er sérstök sala þeirra eða framsal bílskúrsréttinda til annarra en eigenda í húsinu óheimil." Hér er um fortakslaust bann að ræða og af þeirri ástæðu ber að hafna umsókninni. Í 20. gr. FHL segir jafnframt: „Eigandi eignar í fjöleignarhúsi má aðeins ráðstafa með samningi réttindum sínum og skyldum í heild, þ.e. séreign sinni, hlutdeild í sameign og rétti og skyldu til þátttöku í húsfélagi. Þessi réttindi og skyldur verða ekki aðskilin, sbr. 4. mgr. 10. gr.". Þetta ákvæði verður að skýra þannig að ekki sé heimilt að ráðstafa einstökum hlutum séreignar í fjöleignarhúsi með þessum hætti. Það væri hugsanlega heimilt ef viðkomandi séreign hefði verið skipt niður með eignaskiptasamningi með samþykki allra, sbr. hér á eftir. Hafa verður í huga í þessu sambandi að til þess er ætlast að gerðar séu eignaskiptayfirlýsingar sem ætlað er að tryggja jafnvægi á milli séreignarhluta og sameignar auk þess sem taka þarf tillit til ýmissa annarra þátta við gerð eignaskiptayfirlýsinga sem skipta alla eigendur máli. Svona breytingar fela í sér breytingar á eignaskiptayfirlýsingu sem gerir það að verkum að samþykki allra eigenda fjöleignarhúss þarf að liggja fyrir til þess að heimilt sé að gera breytingu á henni, sbr. 18. gr. FHL . Slíkt samþykki liggur ekki fyrir og ber að hafna umsókninni sem slíkri.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:52

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?