Umhverfis- og skipulagsnefnd
53. fundur
umhverfis og skipulagsnefndar
haldinn í Röst,
þriðjudaginn 29. júní 2010 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá: 1. 1006015 - Kosning formanns og varaformanns Formaður
Umhverfis- og skipulagsnefndar var kosinn Sigurjón Bjarnason Tvær uppástungur til varaformanns komu um Jónas Kristófersson og Drífa Skúladóttir. Kusu nefndarmenn um varaformanninn og hlaut Jónas Kristófersson 3 atkvæði og Drífa Skúladóttir 2 atkvæði. Jónas Kristófersson er því varaformaður.
2. 1006014 - N1 - Bátaafgreiðsla á Arnarstapa
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur leitað eftir umsögn hafnarstjórnar Snæfellsbæjar. Hafnarstjórn hafnar því að að veitt verði leyfi fyrir fleiri olíuafgreiðslur á bryggjunni á Arnarstapa. Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur undir afgreiðslu hafnarstjórnar Snæfellsbæjar og hafnar erindinu. Drífa situr hjá við afgreiðsluna.
3. 1003030 - Breyting á deilisk. Fossabrekku, Ólafsvík
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að breytt deiliskipulag brekkunar í Ólafsvík, uppdr. dags. 29.03.2010 verði sent Skipulagsstonfun til yfirferðar samkv. 3.mgr. 25.gr. skipulags- og byggingarlaga.
4. 1006012 - Aðalskipulagsbreyting - Fróðárheiði
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir matslýsingu til skipulagsstofnunar vegna nyrðri hluta Fróðaárheiðarvegar. Vegurinn er tilkynningaskyldur samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, þar sem hann liggur að hluta til um svæði sem er á náttúruminjaskrá. Matslýsingin er fyrra samráð við Skipulagsstofnun í samræmi við 6. grein laga um umhverfismát áætlana.
5. 1006013 - Aðalskipulag - Eyja- og Miklaholtshrepps 2008-2020 Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við
Aðalskipulagstillögu Eyja- og Miklaholtshrepps.
6. 1005015 - Hellisbraut 18a - leyfi fyrir svalahurð, breyting á gluggum og stækkun á skúr (inngang)
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir eftirtöldu. 1. Svalahurð staðsett á norðurhlið hússins og stækkun á glugga í 150x130 cm að stærð. 2. Minnka klósettglugga í 110x70 cm 3. Skipta um 5 glugga stærð 110x130 cm 4. Nefndin gerir ekki athugasemd við stækkunina en fer fram á fullnægjandi teikningar af stækkun.
7. 1005014 - Keflavíkurgata 16 - Breyting á gluggun, ný hurð, pallur og grasbarð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir: 1. Glugga á vesturhlið stærð 110x90 cm. 2. Hurð og glugga á vesturhlið út úr stofu og endurnýja 4 glugga, lausafög til vinstri. 3. 33,5 fm pall við suðurhlið hússins 4. Grasbarð ofan við girðinguna að Keflavíkurgötu 16 verði unnið í samráði við Byggingarfulltrúa.
8. 1006005 - Háarif 3 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólpall.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir byggingu sólpalls
samkv. innsendum teikningum.
9. 1006004 - Snæfellsás 3 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir nýja glugga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir breytingum á gluggum.
10. 1006003 - Brautarholt 2 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskála, færslu á glugga, klæningu og smáhýsi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir byggingu sólskála yfir svalir, færslu á glugga í hjónaherbergi á suðusrhlið, klæða alla útveggi með alusink bárujárni samkv. teikningum Bölta ehf, dags. 10.05.2010. Einnig er veitt leyfi fyrir 2-4 fm smáhýsi staðsett aftan við bílskúr.
11. 1006002 - Ólafsbraut 40 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólpall.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir 13,2 fm sólpalli.
12. 1006009 - Keflavíkurgata 23 - Umsókn um leyfi fyrir klæðningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir hvítri Canexel klæðningu að Keflavíkurgötu 23.
13. 1006008 - Háarif 87b - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólpall.
Umverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir sólpalli að Háarifi 87b
samkv. innsendum teikningum.
14. 1006018 - Tjaldstæði Hellissandi - Umsókn um byggingarleyfi fyrir tjaldstæðahúsi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir þjónustuhús staðsettu á tjaldsvæðinu á Hellissandi.
15. 1006011 - Brekknalending - Umsókn um leyfi fyrir örnefnamynd.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir örnefnamynd (skilti) staðsett við leiðarstein við Brekknalendingu. Mynd af skilti óskast sent Tæknideild Snæfellsbæjar.
16. 1006016 - Hafnargata 2 - Umsón um leyfi fyrir klæðningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir bárujárnsklæðningar að Hafnargötu 2, Rifi en leggur til að klæðningin verði standandi. Einnig samþykkir nefndin stækkun á hurð eignarhluta 211-4476 í samræmi við hurðastærðir á öðrum eignarhlutum Hafnargötu 2.
17. 1006019 - Fossabrekka 23 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindi um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús að Fossabrekku 23 meðan deiliskipulag fyrir svæðið er klárað.
18. 1006010 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sjóvarnagarða á Hellissandi við Keflavíkurgötu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnagarða við Keflavíkurgötu á Hellissandi.
19. 1006017 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg milli Hellisands og Rifs.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg milli Hellissands og Sofs samkv. uppdrætti landslags ehf, dags. í júní 2010.
20. 1006007 - Sölvaslóð 1 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir gáma að Sölvaslóð 1, Arnarstapa til 1. janúar 2011.
21. 1006006 - Háarif 55 - Breytt stærð lóðar
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytta lóðarstærð að Háarifi 55 og gerður verði nýr lóðarleigusamningur í samræmi við breytta lóðarstærð.
22. 1006001 - Hafnargata 11 - Umsókn um leyfi fyrir gervihnattadisk.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir gevihnattadisk að hafnargötu 11, Rifi. Staðsetning er innan girðingar bak við húsið.
23. 1006020 - Hellisbraut 16 - Breytt lóðarstærð og lóðarleigusamningur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytta lóðarstærð að Hellisbraut 16 og að gerður verði nýr lóðarleigusamningur í samræmi við breytta lóðarstærð.
24. 1006021 - Tvíoddi - fyrirspurn vegna byggingar einbýlishúss og graftrarleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt teikning af húsinu og gerir ekki athugasemd við teikninguna. Nefndin heimilar graftrarleyfi til jarðvegskönnunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:36