Umhverfis- og skipulagsnefnd
52. fundur
umhverfis- og skipulagsnefndar
haldinn Röst,
þriðjudaginn 25. maí 2010 og hófst hann kl. 12
Fundinn sátu:
Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá: 1. 1005002 - Sölvaslóð 12 - Umsókn um lóð
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni að Sölvaslóð 12 á Arnarstapa til Gunnars Ægis Gunarssonar, kt. 080482-3969.
2. 1005011 - Grundarslóð 4 - Umsókn um lóð
Umhverfis- og skipulagsnefd samþykkir að úthluta lóðinni að Grundarslóð
4, Arnarstapa til Ólafs Gíslasonar, kt. 290644-3999.
3. 0905009 - Deiliskipulag frístundahúsa á Hellnum
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulag fyrir frístundahús á Hellnum, skipulagsuppdráttur og greinargerð dags. 02.06.2009, br. 04.06.2009, br. október 2009, br. 01.12.2009 með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti og í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.02.2010, Málsmeðferð verði í samræmi við 3. og 4. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
4. 1005009 - Engihlíð 2 - leyfi fyrir klæðningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir klæðningu húss að Engilíð 2 með standandi bárujárni og liggjandi harðvið.
5. 1005008 - Háarif 53 - Leyfi fyrir sólpall og heitan pott.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir sólpalli og heitum potti samkvæmt innsendri teikningu.
6. 1005003 - Munaðarhóll - byggingarleyfi fyrir klæðningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir klæðningu á húseigninni að Munaðarhól 14. Einnig er veitt leyfi fyrir breytingu á
útidyrahurð.
7. 1001009 - Lýsudalur - byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhús
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breyttar teikningar dags. 27.04.2010, br. 02.03.2010 hliðrun gaflveggja og tilfærsla millibygginga og br. 27.04.2010, þak millibyggingar hækkað og formi breytt.
8. 0912004 - Sölvaslóð 1 - byggingarleyfisumsókn
Umhverfis- og skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem framlagðar teikningar séu hvorki í samræmi við núverandi deiliskipulagi né samræmist því deiliskipulagi sem er í vinnslu í dag, ennfremur vísar nefndin á afgreiðslu þessa máls frá 50. fundi nefndarinnar.
9. 1005012 - Kirkjutún 2 - skiltiUmhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir skilti Átthagastofu að Kirkjutúni 2.
10. 1005006 - Sölvaslóð 12 - Stöðuleyfi fyrir sumarhús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi til 1. september 2010 fyrir sumarhús að Sölvaslóð 12, Arnarstapa. Nánari staðsetning skuli vera í samráði við byggingarfulltrúa.
11. 1005007 - Starfsleyfi fyrir veitingabíl í Snæfellsbæ.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindinu. Þar sem ekki er sótt um ákveðna staðsetningu til veitingasölu geti hún ekki tekið afstöðu til þess. Verði sótt um slíkt fjalli nefndin um hvern stað fyrir sig.
12. 1005004 - Bárarás 10 - leyfi til reksturs gistiheimilis.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum um málið.
13. 1005013 - Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.