Umhverfis- og skipulagsnefnd

50. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:40 - 10:40

50. fundur

umhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn Röst,

þriðjudaginn 4. maí 2010 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

1. 1004011 - Skógræktarsvæði í Ólafsvík

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita Skógræktarfélagi Ólafsvíkur 23,73 ha og 3,59 ha svæði fyrir skógrækt.Lóðin er tilgreind á uppdrætti sem er unnin af Hildigunni Haraldsdóttir, dags. 30.04.2010.

 

2. 1004013 - Nýtt deiliskipulag við Sölvaslóð 1-11

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillögu að nýju deiliskipulagi 11 frístundahúsa við Sölvaslóð, Arnarstapa. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð, dags. 30.04.2009 og felur í sér skipulag fyrir 11 frístundalóðir við Sölvaslóð á Arnarstapa. Tillagan verði auglýst samkv. 25. gr. laga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

 

3. 1004012 - Vegur um Snæfellsnesveg, Fróðárheiði, Valavatn - Útnesvegur - Skipulagsstofnun óskað er eftir umsögn um matsskyldu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmd vegna uppbyggingar Snæfellsnesvegar (54) yfir Fróðárheiði sé ekki matsskyld skv. 5.gr laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 ásamt síðari breytingum, 1. viðauka lið 10i því nýlagning vega nær ekki 10 km. Að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum telur nefndin að jákvæð áhrif á umferðaröryggi og mannlíf í Snæfellsbæ vegi meira en óveruleg áhrif á gróður, fuglalíf og svæði á náttúrumynjaskrá. Nefndin styður ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins að kanna betur fornleifar á svæðinu. Nefndin vill kanna frekari möguleika með svæði undir efnisnámu fyrir framkvæmdina.

 

4. 0907001 - Sölvaslóð 1 - Byggingarleyfisumsók fyrir sumarhús samkvæmt meðf. teikningum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd synjar erindi varðandi teikningar húss að Sölvaslóð 1 á Arnarstapa. Í deiliskipulagstillögu sem gerð var fyrir Sölvaslóð árið 1998 voru eftirfarandi skilmálar varðandi stærðir: Á hverri lóð má reisa sumarhús að brúttó gólffleti allt að 80 m2 þar með talin aðalhæð, rishæð og geymsla (heildarrúmmál allt að 300 m3). Árið 2002 var unnin breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar fyrir Arnarstapa og Hellnar og þar er gert ráð fyrir nýtingarhlutfalli verði allt að 0.03 á frístundasvæðum. Nú liggur fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Sölvaslóð þar sem gert er ráð fyrir að auka svigrúm á stærstu lóðum á svæðinu. Á minnstu lóðum við Sölvaslóð má eftir sem áður aðeins reisa hús þar sem brúttó gólfflötur verði allt að 80 m2. Á þeim lóðum sem eru stærri en 2.650 m2 verði heimilt að reisa hús sem gefi nýtingarhlutfall á lóð allt að 0.03. Rúmmál verði aldrei meira en 3.75 sinnum brúttó gólfflötur viðkomandi húss. Samkvæmt þessu verður heimilt að reisa allt að 96 fermetra hús á lóðinni að Sölvaslóð 1 og heildar rúmmál má verða allt að 360 rúmmetrar eftir gildistöku deiliskipulagsins. Heimilt er að reisa hús eftir teikningum af húsi sem var á lóðinni strax, ef sótt verður um það. Lóðarhafi á ekki rétt á stærra húsi en 80 m2 fyrr en ef / þegar nýtt deiliskipulag hefur verið staðfest. Deiliskipulagstillögur fyrir Sölvaslóð og frístundahverfi við Lækjarbakka, Móa og Jaðar voru gerðar áður en aðalskipulag var gert fyrir Arnarstapa og Hellnar og á þessum svæðum gilti því ekki í öllum tilfellum reglan um nýtingarhlutfall allt að 0.03 á frístundasvæðum. Þar eru dæmi um hærra nýtingarhlutfall en 0.03. Deiliskipulag fyrir svæði úr landi Fells tók gildi eftir gerð aðalskipulags fyrir Arnarstapa og Hellnar og þar eru engin dæmi um hærra nýtingarhlutfall en 0.03. Einnig var gert deiliskipulag fyrir Hellisvelli á Hellnum, en þar má nýtingarhlutfall vera allt að 0.3 á íbúðar- og frístundalóðum samkvæmt aðalskipulagsbreytingu sem gerð var árið 2005, en þar er um blandaða landnotkun að ræða.

 

5. 1004002 - Brautarholt 6 - Umsókn um leyfi fyrir byggingu sólpalls.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir byggingu sólpalls við Brautaholt 6, Ólafsvík, samkv. meðfylgjandi uppdrætti.

 

6. 1004004 - Hafnargata 10 - umsókn um bygginagrleyfi fyrir klæðningu á spennistöðvarhús.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita leyfi til að klæða spennistöðvarhlutann að Hafnargötu 10. Klæðningarefni er það sama og er á aðalbyggingunni.

 

7. 1004006 - Hafnargata 1 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir mastur.

Umhverfis- og skipulagsnefd samþykkir byggingarleyfi fyrir mastur við björgunarsveitarhúsið að Hafnargötu 1 í Rifi með fyrirvara um samþykki Hafnarnefndar og að staðsetning masturs sé gerð í samvinnu við Hafnarstjóra.

 

8. 1004008 - Búð, Arnarstapa - Umsókn um breytingu á gluggum. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir nýja glugga að Búða á Arnarstapa samkv. innsendum teikningum.

 

9. 1004003 - Ólafsbraut 27 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir verðskilti.

Umhverfsis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir verðskilti við eldsneytisafgreiðslu Orkunnar að Ólafsbraut 27 í Ólafsvík. Nánari staðsetning á skilti verði í samráði við byggingarfulltrúa.

 

10. 1004005 - Námuleyfi á efni til steypugerðar.

Umhverfsis- og skipulagsnefnd synjar erindinu á þeim forsendum að öll þau svæði sem voru til úthlutunar hafa nú þegar verið úthlutuð og gerðir samningar um þessi svæði við umsækjendur. Því eru engin svæði til úthlutunar sem stendur.

 

11. 1004007 - Ólafsbraut 28 - Skráning á bílskúr

Umhverfsis- og skipulagsnefnd frestar erindinu meðan byggingarfulltrúi aflar frekari gagna.

 

12. 1004009 - Dalbraut 5 - Umsókn um heimild til að framselja leigurétt. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að Rarik ohf., framselji lóðarleiguréttinn að Dalbraut 5 til Orkusölunnar ehf.

 

13. 1004010 - Fossá / stífla, lnr.219127 - Umsókn um heimild til að fremselja leigurétt.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að Rarik ohf., framselji lóðarleiguréttinn að Fossá/Stífla til Orkusölunnar ehf.

 

14. 1004001 - Umsókn um geymslusvæði fyrir notað salt

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa að ræða frekar við umsæjendur um geymslusvæði.

 

15. 1005001 - Snoppuvegur 4 - Umsókn um stækkun á lóð

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að vísa málinu til Hafnarnefndar til frekari umsagnar. Á svæðinu eru skólplagnir sem þarf að taka tillit til.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:07

Getum við bætt efni þessarar síðu?