Umhverfis- og skipulagsnefnd

48. fundur 26. júlí 2016 kl. 10:42 - 10:42

48. fundur

umhverfis- og skipulagsnefndar

haldinn Röst,

þriðjudaginn 23. mars 2010 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Sigurjón Bjarnason, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson,

Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

1. 1003026 - Skipulag við Fossabrekku

Umhverfis- og skipulagsnefnd hitti umsækjenda á byggingarstað og var kynnt málið. Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna til að hægt sé að ljúka málinu.

 

2. 0903026 - Breyting á Aðalskipulagi Ólafsvíkur vegna tjaldsvæðis, efnistökustaðs í Enni og Frístundarbyggðar í Fossárdal. Kynningarfundur Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að senda aðalskipulagið til skoðunar Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. skip ulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Skipulagið hefur verið auglýst, auk þess að kynningarfundur var haldinn þann 16. mars sl. Fundurinn var auglýstur í bæjarblaðinu Jökli þann 11. mars 2010. Engar athugasemdir bárust við skipulagið.

 

3. 1003021 - Háarif 5 - útlitsbreyting, nýr gluggi

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi til að setja nýjan glugga á suðurhlið Háarifs 5, samkv. meðf. teikningu dags. 15.03.2010.

 

4. 1003020 - Vallholt 22 - Umsókn um breytingu á sólstofu.

Umhverfis- og skipulagsnefd samþykkir leyfi fyrir breytingu á sólstofu að Vallholti 22 samkv. meðf. teikningu.

 

5. 1003023 - Ólafsbraut 55 - neyðarútgangur

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir neyðarútgang á efri hæð Ólafsbrautar 55, samkv. meðf. mynd.

 

6. 1003027 - Byggingarleyfi fyrir pall á móts við Gatklett, Arnarstapa. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir 20 fm pall á móts við Gatklett.

 

7. 1003025 - Vegur frá Görðum meðfram Lambhagatjörnum á Stór-Eyri í Beruvík undir Jökli.

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindi Björgunarsveitarinnar um akfæran vegslóða frá Görðum meðfram Lambhagatjörnum á Stór-Eyri í Beruvík. Nefndin telur ennfremur að þetta sé mikið öryggisatriði Erindið verður sent Umhverfisstofnun til umsagnar.

 

8. 1003019 - Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009 skipulag, lóðarúthutanir og samkeppni

Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt bréf dags. 16.12.2009 varðandi álit Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009 um skipulag, lóðarúthlutanir og samkeppni.

 

9. 1003024 - Þjónustumerki fyrir pósthús

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir þjónustuskilti fyrir pósthús. Staðsetning á skiltum verður í samráði við byggingarfulltrúa.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:18

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?