Umhverfis- og skipulagsnefnd
42. fundur
umhverfis- og skipulagsnefndar
haldinn Röst,
þriðjudaginn 27. október 2009 og hófst hann kl. 11:30
Fundinn sátu:
Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Drífa Skúladóttir, Svanur Tómasson,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 0909025 - Fossabrekka 23 - Vettvangsferð í Fossabrekku vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossabrekku. Nýr byggingarreitur fyrir fjölbýlishús austan Fossabrekku 21.
Umhverfis- og skipulagnefnd Snæfellsbæjar skoðaði aðstæðu í Fossabrekku fyrir fundinn. Þar var tekin sú ákvörðun að byggingarreitur fyrir nýja blokk yrði í sömu línu og Fossabrekka 21 en fjarlægð aukin á milli húsa um 7 m. Og verði þá aldrei meiri en 17m.
2. 0905009 - Aðalskipulag Snæfellsbæjar, Hellnum. Breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar Hellnum var auglýst 13. ágúst til 24. september 2009 með athugasemdartíma til 24. september 2009. Engar athugasemdir bárust. Á uppdrætti sem sýnir gildandi aðalskipulag hefur verið bætt inn gönguleið sem féll út á auglýstum uppdrætti. Farið er fram á að skipulagið verði klárað.
Umhverfis- og skipulagnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.
3. 0910004 - Dalbraut 10 - Gústalagnir ehf sækir um að skipta upp fasteign sinni að Dalbraut 10 fnr. 210-3983, samkv. meðf. teikningu og stofnaður verði nýr matshluti. Einnig er sótt um að setja hurð á nýjan hluta. Stærðir fyrir breytingu: mhl. 0104 - 120,2 fm Eftir breytingu: mhl. 0104 - 66,9 fm mhl. 0105 - 53,3 fm
Umhverfis- og skipulagnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið með fyrirvara um að settur verði upp brunaveggur milli bila 104 og 105.
4. 0910002 - Norðurtangi 3 - Fiskasafnið á Norðurtanga sækir um byggingarleyfi fyrir bíslag við inngang að Norðurtanga 3, fastanúmer 231-8593 samkv. meðf. teikningu. Hurðir opnast út. Trégrind klædd með bárujárni eins og húsið. Stærðir: Grunnflötur 7,26 fm breidd 3,63 m lengd 2 m hæð 2,9m
Umhverfis- og skipulagnefnd Snæfellsbæjar samþykkir erindið.
5. 0910006 - Lýsudalur - Jarðvegsmön, óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsmön í landi Lýsudals samkv. meðf. teikningu frá Hildigunni Haraldsdóttur.
Umhverfis- og skipulagnefnd Snæfellsbæjar hafnar erindinu og bendir á svæðið sé í skipulagsferli samkvæmt fyrirliggjandi umsókn.
6. 0910005 - Vallholt 9 - fyrirspurn vegna byggingar bílskúrs við Vallholt 9 í Ólafsvík.Guðbjörn S. Egilsson, kt. 131271-5739 og Guðrún Anna Oddsdóttir, kt. 210272-4379 óska eftir áliti nefndarinnar á byggingu bílskúrs á lóðinni Vallholt 9. Bílskúrinn verður staðsettur austan meginn við húsið og verður áfastur því. Stærð hans verði 45 fm, breidd 5m og lengd 9m. Götumeginn verður bílskúrinn í sömu línu og húsið, en hann nær um 1,5m fyrir neðan húsið. Hann verður við eða á lóðarmörkum Vallholts 9 og 11. Byggignarefni hefur ekki verið ákveðið. Búið er að fá munnlegt samþykki húseiganda að Vallholti 8, 10 og 11 og Brautarholts 10.
Umhverfis- og skipulagnefnd Snæfellsbæjar tekur jákvætt í erindið.
7. 0910003 - Snoppuvegur 4 - Ferskur ehf sendir inn fyrirspurn varðandi lóðarstækkun að Snoppuvegi 4 fnr. 210-4006.
Umhverfis- og skipulagnefnd Snæfellsbæjar tekur jákvætt í erindið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:49