Umhverfis- og skipulagsnefnd
41. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn Röst,
miðvikudaginn 30. september 2009 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Drífa Skúladóttir, Pétur Steinar Jóhannsson, Svanur Tómasson,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 0909015 - Grjótnáma fyrir ofan Rif - Kristinn Jón Friðþjófsson, kt. 240741-2889, f.h. Kristinn J. Friðþjófssonar ehf óskar eftir að taka á leigu 200-300 fm svæði í grjótnámu fyrir ofan Rif. Svæðið er ætlað til geymslu á útgerðarhlutum.
Umhverfis og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að skoða staðsetningu fyrir svæðið í samráði við þá aðila sem málið varðar.
2. 0905009 - Aðalskipulag Snæfellsbæjar, Hellnum. Breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar hellnum var auglýst 13. ágúst til 24. september 2009 með athugasemdartíma til 24. september 2009. Engar athugasemdir bárust. Farið er fram á að skipulagið verði klárað.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir að klára aðalskipulagið.
3. 0909026 - Deiliskipulag Hellnum, Þorpið. Búi Kristjánsson, f.h Hellnaþorpsins ehf, kt. 690208-1800 kynnir breytingu á deiliskipulagi vegna Þorpsins á Hellnum.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir breytt deiliskipulag.
4. 0909023 - Aðalskipulag Snæfellsbæjar - Lýsudalur Staðarsveit. Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar, Staðarsveit. Breytingin er gerð vegna fyrirhugaðrar uppbygingar í Lýsudal í Staðarsveit. Þar er nú stundaður hrossabbúskapur og skógrækt. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu bænda, með áherslu á aðstöðu fyrir hestamenn.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa skipulagið.
5. 0909022 - Lýsudalur deiliskipulag - Gunnar Fannberg Jónasson, kt. 250642-2299, kynnir nýtt deiliskipulag í Lýsudal á grundvelli breytinga á aðalskipulagi Snæfellbæjar 2009. Gert er ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu bænda með áherslu á aðstöðu fyrir hestamenn. Gert er ráð fyrir uppbyggingu gistihúss, fjögurra smáhýsa og þjónustuhúss fyrir tjaldstæði vestast á jörðinni og hesthúsi / reiðskemmu og einu frístundahúsi við bæjarhúsin. Aðkoma er um veg að Lýsuhóli og byggingarreitir eru tengdir við veg að lýsudal. Norðan húsa á vestara svæðinu er gert ráð fyrir jarðvegsmön í framhaldi af mön umhverfis íþróttasvæðis. Innan hennar verður trjárækt og veita bæði mön og gróður fyrir sunnanátt.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa skipulagið.
6. 0909025 - Fossabrekka - Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir frumtillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossabrekku í Ólafsvík. Um er að ræða nýjan byggingarreit fyrir fjölbýlishús austan Fossabrekku 21.
Umhverfis og skipulagsnefnd var kynnt erindð, en vill skoða staðsetningu húss nánar.
7. 0909010 - Geirakot II - Bjarni Ólafsson sækir um leyfi fyrir fyrir 7 fm garðskúr við húseign sína að Geirakoti II.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
8. 0909011 - Vallholt 17 - Jón Guðmundsson sækir um leyfi fyrir gervihnattardisk við húseign sína að Vallholti 17, Ólafsvík.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
9. 0909012 - Dalbraut 10 - Eiríkur Leifur Gautsson sækir um leyfi fyrir skilti við þjóðveg. Á skiltinu verða upplýsingar um dekkjaverkstæði að Dalbraut 10.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið en felur byggingarfulltrúa athuga nánar staðsetningu skiltis með tilliti til umferðaröryggis.
10. 0909013 - Snæfellsás 9 - Jóhanna Steingrímsdóttir, kt. 210559-3459, sækir um leyfi til að setja hurð á íbúðarhús og bílskúr samkv. meðfylgjandi teikningu.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
11. 0909016 - Vallholt 1 - Nesbyggð hef, kt. 481102-2510 og Hauður ehf, kt. 660402-3810, sækja um leyfi til að klæða húseign sína að Vallholt 1, Ólafsvík með liggjandi aluzink samkv. meðf. teikningu Gunnars Indriðasonar. Einnig er óskað eftir leyfi á breytingum á lóð ásamt því að rífa skúrbyggingar á neðri hæð.Þá sækir Nesbyggð ehf að breyta geysluplássi á efti hæð í íbúð samkvæmt sömu teikningu og með samþykki eiganda neðri hæðarinnar.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
12. 0909018 - Fossabrekka 21 - Nesbyggð ehf, kt. 481102-2510 óskar eftir leyfi til að setja upp sjónvarpdiska á húsið.
Umhverfis og skipulagsnefnd felst á erindð þegar fyrir liggur samþykki allar eigenda.
13. 0909021 - Vatnshellir - Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull sækir um byggingarleyfi vegna aðkomu að Vatnshelli í Purkhólahrauni. Hugmyndin er sú að byggja lítið hýsi yfir jarðfalli og hafa hringstiga þar niður. Með hýsinu er komið í veg fyrir að snjðor safnist fyrir op hellissins. Einnig þarf að grafa út úr munnanum og stækka opið. Hjörleifur Stefánsson arkitekt hefur teiknað tillögur að þessum framkvæmdum.Ætlunin með að með framkvæmdunum verði einungis farið í hellinn undir leiðsögn og það þannig verði hægt að stýra umferð um hann og koma í veg fyrir frekari skemmdir.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
14. 0909024 - Ólafsbraut 28 - Guðmundur Steinþórssson, kt. 301064-3579 sækir um leyfi fyrir sólpalli og heitum potti. Einnig að klæða húseign sína með liggjandi bárujárni og timburklæðningu.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
15. 0909027 - Háarif 5 - Kristinn J. Friðfinnsson, kt. 240741-2889, sækir um leyfi fyrir garðhús stærð 2,70 x 1,70 við húseign sína að Háarifi 5. Staðsetning á húsi sést á meðfylgjandi afstöðumynd.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
16. 0909020 - Vegslóði að Snæfellsjökli - Tæknideild Snæfellsbæjar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir áður samþykktum vegslóða að Snæfellsjökli eins og meðfylgjandi skipulag segir til um.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
17. 0909028 - Fossabrekka - Nesbyggð ehf, kt. 481102-2510 óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegskönnun við Fossabrekku 23. Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um stefnu húss. 18. 0909014 - Innra Klif hesthús - Helgi Kristjánsson, kt. 030639-3759, sækir um stöðuleyfi fyrir fjárhús við Innra Klif landnr. 133149.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjenda Helga Kristjánssyni 2 ára stöðuleyfi.
19. 0909019 - Lýsudalur - Gunnar Fannberg Jónasson, kt. 260642-2299, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 11 gáma að Lýsudal.Gámarnir yrðu geymdir austan við íþróttavöllinn. Gámarnir eru 3x12m að stærð og hver gámur vegur 8 tonn. Stöðuleyfisgjald pr. gám er 15.620 kr. Heildargjald er því 171.820 kr. Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið. 20. 0909009 - Brautarholt 28 - Fríða Sveinsdóttir, kt. 030269-3579 sækir um um stækkun á lóð að lóðarmörkum Brautarholts 30, einnig er óskað eftir leyfi til að gera bílaplan við lóðamörk Brautarholts 28 og 30. Auk þess er óskað eftir leyfi fyrir steyptum vegg.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki eigenda Brautarholti 30.
21. 0909017 - Hlíð lnr. 136570 - Snæfríður Ingadóttir, kt. 230973-5399 og Matthías Kritjánsson, kt. 060677-5499, óska efti því að lóðamörk verði fastsett. Samkvæmt lóðarleigusamningi frá 1926 (erfðafestusamningur) er lóðin 1778 m2 að stærð. Óskað er eftir ví að þessi lóðarstærð verði staðfest. Meðfylgjandi er teikning með tillögu hvernig lóðarmörk gætu verið.
Umhverfis og skipulagsnefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa að útfæra lóðarteikningum í samræmi við stærð lóðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25