Umhverfis- og skipulagsnefnd
Fundinn sátu:
Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Drífa Skúladóttir, Pétur Steinar Jóhannsson, Svanur Tómasson,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 0909006 - Músaslóð 13 - Erlendur Jónasson, kt. 241050-4409, sækir um frístundalóð að Músaslóð 13 á Arnarstapa.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni við Músaslóð 13 til Erlendar Jónassonar, kt. 241050-4409
2. 0906015 - Vatnsholt - Deiliskipulag Vatnsholts í Staðarsveit hefur verið auglýst samkv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að senda skipulagið til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun samkv. 3. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.
3. 0907006 - Deiliskipulag Arnarstapa - Óverulega breyting á deiliskipulagi 11 frístundahúsa við Sölvaslóð, Arnarstapa.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi 11 frístundahúsa við Sölvaslóð, Arnarstapa. Breytingin er sett fram á uppdrætti dags. 04.09.2009 og felur í sér að hámarksstærðir húsa við Sölvaslóð 1-11, þar með talin aðalhæð, rishæð og geymsla verði 120 m2 og 450 m3. Hámarksstærð aukahúss 30 m2. Tillagan skal kynnt eigendum við Sölvaslóð 1-11 skv. 2.mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
4. 0908004 - Hafnargata 6 - Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á þaki.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir breytingu á húsnæði Fiskmarkaðs Íslands við Hafnargötu 6 í Rifi með fyrirvara um að brunavarnir séu samkvæmt reglugerð og flóttaleiðir af efri hæð séu tryggar.
5. 0908003 - Hraungerði - umsókn um sólpall, geymsluskúr og klæðningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir stækkun á sólpalli, byggingu geymsluskúrs og skipti á klæðningu sumarhúss að Hraungerði í Breiðuvík.
6. 0908002 - Sandholt 12 - Umsókn um sólpall.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir sólpalli að Sandholti 12 í Ólafsvík.
7. 0909007 - Skipholt 10 - Umsókn um sólpall.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir leyfi fyrir sólpalli að Skipholti 10 í Ólafsvík.
8. 0909008 - Miðbrekka 19 - Umsókn um garðhús og ný staðsetning á heitum potti.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir garðgeymslu við Miðbrekku 19, Ólafsvík. Einnig er samþykkt breyting á staðsetningu á heitum potti.
9. 0909002 - Kirkjubraut 8 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnugám.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita Afltaki ehf stöðuleyfi fyrir vinnuskúr við Kirkjubraut 8 á meðan framkvæmdir standa yfir við kirkjuna í Ólafsvík.
10. 0909005 - Ennisbraut 38 - Reyndarteikningar
Umhverfis- og skipulagnsnefnd samþykkir reyndarteikningar dags. 19.08.2009, undirritaðar af Bjarna Vésteinssyni, af Gámastöðinni Enni við Ennisbraut 38 í Ólafsvík.
11. 0909004 - Böðvarsholt - Reyndarteikningar
Umhvefis- og skipulagsnefnd samþykkir reyndarteikningar dags. 23.07.2009 undirritaðar af Elínu G. Gunnlaugsdóttur, af Böðvarsholti í Staðarsveit.
12. 0909001 - Fjárhús við Innra Klif lnr. 133149- Umsókn um lóðarleigusamning.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar ósk umsækjenda um lóðarleigusamning á grundvelli núgildandi deiliskipulags.
13. 0909003 - Leyfi fyrir legu ljósleiðara niður af Miðfelli.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir legu ljósleiðara Mílu ehf niður af Miðfelli.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:18