Umhverfis- og skipulagsnefnd
38. fundur
umhverfis- og skipulagsnefndar
haldinn Röst,
fimmtudaginn 25. júní 2009 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Sigurjón Bjarnason, Sturla Fjeldsted, Bjarni Vigfússon, Drífa Skúladóttir, Ómar Lúðvíksson, Svanur Tómasson,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 0906009 - Fossabrekka - Umsókn um lóð
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta Nesbyggð lóðinni. Varðandi snúning á húsi er byggingarfulltrú falið að ræða við umsækjenda og koma með tillögu til nefndarinnar um staðsetningu húss.
2. 0906015 - Vatnsholt - deiliskipulag
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagið verði auglýst.
3. 0905009 - Tillaga að deiliskipulagi frístundahúsa á Hellnum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að skipulagið verði auglýst.
4. 0901001 - Nýtt deiliskipulag ferðaþjónustu að Hofgörðum
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið og að ekki verði farið í aðalskipulagsbreytingu og að rökkstutt bréf þess efnis verði sent til Skipulagsstofnunar.5. 0906016 - Jaðar 4 - Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið
6. 0906013 - Túnbrekka 17 - Sólpallur og geymsluskúr
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
7. 0906012 - Háarif 65 - sólpallur og garðhús
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
8. 0906011 - Ennisbraut 37 - Sólpallur
Umhverfis- oig skipulagsnefnd samþykkir erindið.
9. 0906010 - Snæfellsás 9 - Sólpallur og reykháfur
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. Reykháfur þarf að standast brunakröfur.
10. 0906008 - Keflavíkurgata 23 - sólpallur
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
11. 0906007 - Ólafsbraut 19 - Umsókn um byggingarleyfi
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið, með fyrirvara um að endanlegar teikningar berist byggingarfulltrúa.
12. 0906006 - Snoppuvegur 4 - Umsókn um klæðningu, breytingu á gluggum og breytingu á stigahúsi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.13. 0905007 - Fjárborg 10d - Umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthús Umhverfis- og skipulagsnefd Snæfellsbæjar hafnar erindi vegna hesthúss í samræmi við teiknignar dagsettar 03.04.2009 frá Arnari Inga Ingólfssyni byggingarfræðingi, Dalhúsum, þar sem þær samræmast ekki gildandi deiliskipulagi. Synjunin byggist m.a. á eftirtöldum rökum: 1. Samkvæmt skipulagsskilmálum er heimilt að reisa allt að 200 m2 hesthús á einni hæð. Samkvæmt framlögðum teikningum er gert ráð fyrir tveimur hæðum í hluta húsnæðis og hafnar nefndin því. 2. Lóðinni var úthlutað með teikningum af hesthúsi frá Byggingaþjónustu bændasamtaka Íslands dagsettar 08.10.2001 og skal samkvæmt skipulagsskilmálum fylgja þeim í öllum megin atriðum. Nefndin bendir á að upphækkun þaks er verulegt frávik frá þeim teikningum og getur hús með slíkri upphækun í þaki ekki talist í megin atriðum í samræmi við þær teikningar. 3. Lögð er áhersla á samræmt lágreist yfirbragð hesthúsasvæða í Snæfellsbæ. Upphækkun í þaki er áberandi frá byggðinni á Hellissandi, en án hækkunar eru hesthúsin lítt sýnileg frá byggðinni. Upphækkunin gefur hvorki von um samræmt né lágreist yfirbragð. Húsið var reist án þess að fyrir lægju teikningar af því. Því gafst nefndinni ekki kostur á að synja húsinu vegna upphækkunar þaks, sem að mati nefndarinnar samræmist ekki deiliskipulagsskilmálum og er ekki ásættanleg hvað varðar útlit. Auk þess vill nefndin benda á að í grein um umhverfisáhrif er tekið fram að húsin verði samræmd og lágreist og lítt áberandi í umhverfinu. Að mati nefndarinnar kallar það ákvæði á að upphækkun úr þaki verði fjarlægð. Nefndin vill benda lóðarhafa á lausnir í samræmi við þær breytingar sem lóðarhafi féllst á að gera á húsinu á fundi sem haldinn var með honum á liðnum vetri. Þar var gefinn kostur á að fjarlægja upphækkun þaks eða breyta þakhalla þannig að hæð útveggja verði óbreytt og þakið samfellt með auknum þakhalla. Með hvorri lausinni sem er fær húsið útlit og yfirbragð einnar hæðar húss. Nefndin mælir með að sú útfærsla verði valin að upphækkun þaks verði fjarlægð og þaki haldið óbreyttu að öðru leyti. Eins og fram kom á áður nefndum fundi, er lóðarhafa heimilt að stækka grunnflöt hússins samkvæmt skipulagsskilmálum. Lögð er áhersla á að slíkar breytingar verði ekki gerðar nema áður liggi fyrir samþykktar teikningar sem nefndin telur að samræmist forsendum á svæðinu.
14. 0906017 - Túnbrekka 14 - stækkun sólpalls
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.15. 0906018 - Sölvaslóð 1 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhús Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar erindinu. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsæjenda.
16. 0906014 - Klettsbúð 3 - Kaffihús
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið um kaffihús við Klettsbúð 3. Hvað varðar lóðarleigusamning við Hraunás 12 þá er byggingarfulltrúa falið að ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjenda.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.