Umhverfis- og skipulagsnefnd
34. fundur
umhverfis- og skipulagsnefndar
haldinn Röst,
miðvikudaginn 25. mars 2009 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon, Pétur Steinar Jóhannsson, Ómar Lúðvíksson, Svanur Tómasson,
Fundargerð ritaði: Smári Björnsson , Byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 0903021 - Miðbrekka 13-15. Umsókn um lóð Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
2. 0903020 - Miðbrekka 9-11. Umsókn um lóð Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
3. 0903013 - Lýsuhóll lóð nr. 6. Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
4. 0903012 - Lýsuhóll lóð nr. 5 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
5. 0903014 - Sandholt 12 - dúkkuhús Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um skil á teikningum og staðsetningum á lóð.
6. 0903027 - Umsókn um 9,7 m2 garðhús við sumarhús sitt við Músaslóð 7 Arnarstapa. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um skil á teikningum um staðsetningu húss á lóð.
7. 0903023 - Ósk um lagningu háspennulínu að masturshúsi á Miðfelli Snæfellsbæ Umhverfis- og skipulagsnefnd leggst gegn þeirri leið sem lagt er til af 112. Nefndin bendir á tillögu Tæknideildar SNB sem er frá Gufuskálum með fram þjóðvegi upp vestan megin við Miðfell. Einnig vill nefndin benda á að sú leið veldur minna raski á landi en sú sem sótt er um.
8. 0903025 - Umfjöllun um endurskoðun á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
9. 0903026 - Breyting á Aðalskipulagi Ólafsvíkur vegna tjaldsvæðis, efnistökustaðs í Enni og Frístundarbyggðar í Fossárdal. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
10. 0903022 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 1 lóð Björgunarsveitar Snæfellsbæjar Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytinguna á skipulaginu. Skipulagið verður sett í grenndarkynningu á lóðum við Norðurgarð 1 - 14. Ennfremur óskar nefndin eftir umsögn Hafnarnefndar um málið.
11. 0903016 - Deiliskipulag efnistökusvæðis í Ólafsvíkurenni. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
12. 0903011 - Rifshöfn, Sæfellsbæ, Óveruleg breyting deiliskipulags. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
13. 0903010 - Músaslóð 13 - Skila inn lóð Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
14. 0903024 - Breyting á heiti fasteignar. Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt málið.
15. 0903015 - Dalbraut 10 - Ósk um breytingu á notkun. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið um breyting á heiti í geymslu en skattflokkur verður áfram í C samkvæmt lögum.
16. 0903017 - Snoppuvegur 4 - breyting á notkun Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar erindun og óskar frekari gagna.
17. 0903009 - Snoppuvegur 4 - Breyting á skráningu Jónas yfirgefur fundinn. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið um breyting á heiti í geymslu en skattflokkur verður áfram í C samkvæmt lögum. Jónas kemur aftur inn á fundinn.
18. 0903029 - Fjárborg 10d Hesthúss á Hellissandi. Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála hefur borist byggingarfulltrúa. Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt Úrskurður USB sem er á þá vegu að kæra lóðarhafa Fjárborgar 10d var vísað frá.
19. 0903028 - Sölvaslóð 1 Húsið er brunnið. Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt málið.
20. 0903030 - Deiliskipulag Frístundarsvæðis í Ólafsvík, Fossárdal.Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50