Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2008, fimmtudaginn 30. október kl. 12:00, hélt umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar 29. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Jónas Kristófersson, Bjarni Vigfússon og
Pétur Steinar Jóhannsson
.Ennfremur Svanur Tómasson og Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Lóðarúthlutun
1. | Álfaslóð 11, Skila inn lóð | (64.4801.10) | Mál nr. BN080119 |
300760-5899 Katrín Halldóra Árnadóttir, Lindarflöt 30, 210 Garðabær
Katrín Halldóra Árnadóttir skilar inn frístundalóð að Álfaslóð 11 á Arnarstapa sem henni hefur verið úthlutað.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið. Skipulagsmál2. | Deiliskipulag Rifshöfn,Breytt deiliskipulag Rifshafnar | Mál nr. BN080118 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir breytt deiliskipulag Rifshafnar til 2. umræðu. Skipulagið var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi. Engar athugasemdir bárust. Farið er fram á að skipulagið verði klárað.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.3. | Hofgarðar 136214,Deiliskipulag ferðaþjónustu | (00.0360.00) | Mál nr. BN080117 |
241166-3849 Sigurður Narfason, Hofgörðum, 356 Snæfellsbæ
Sigurður Narfason kynnir nýtt deiliskipulag ferðaþjónustubýlis að Hofgörðum. Vegna vaxandi eftirspurnar er fyrirhugað að ráðast í uppbyggingu á næstu árum. Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir viðbyggingu við gistihúsið, bensínstöð og sjoppu, starfsmannahúsi, 5 smáhýsum, 4 stærri húsum fyrir gesti og reiðskemmu. Einnig er ráðgerð að endurbyggja Hofgarða sem fuglaskoðunarhús.
Búið er að leita umsagnar Fornleifaverndar. Fornleifavernd gerir engar athugasemdir við skipulagið eins og það er lagt fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt erindið. Byggingarl.umsókn4. | Fjárborg 10, Endurútgefið byggingarleyfi | Mál nr. BN080123 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tæknideild Snæfellsbæjar fer fram á það við nefndina að hún taki fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi fyrir Fjárborg 10 til staðfestingar á áður útgefnu byggingarleyfi vegna Fjárborgar 10 á grundvelli núgildandi skipulags á svæðinu, sbr. undanþágu skipulagsstofnunar dags. 22. október 2008.
Fyrir liggja eftirtalin gögn:
Upphafleg umsókn um byggingarleyfi
Bréf skipulagsstofnunar, dags. 22. október 2008
Staðlaðar teikningar unnar 2001 af Byggingarþjónustu Bændasamtaka fyrir Snæfellsbæ fyrir svæðið sem hafa verið undirritaðar og samþykktar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir áður útgefið byggingarleyfi á grundvelli meðfylgjandi gagna. Nefndin vill hinsvegar beina þeim tilmælum til byggingarfulltrúa að fylgja eftir fyrri ákvörðun um stöðvun framkvæmda þar sem húsið er ekki í samræmið við samþykktar teikningar.
5. | Fossárvegur 10, Breyting á útliti húss | (24.5801.00) | Mál nr. BN080122 |
220748-7319 Sigurður A Guðmundsson, Miðbrekku 1, 355 Ólafsvík
Sigurður A Guðmundsson sækir um leyfi fyrir breytingu á útliti húss að Fossárvegi 10 samkvæmt meðf. uppdráttum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.6. | Hjarðartún 3,Endanlegar teikningar af stækkun | (38.3300.30) | Mál nr. BN080128 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tæknideild Snæfellsbæjar fyrir hönd Framkvæmda sýslu ríkisins kynnir endanlegar teikningar af stækkun Jaðars Hjarðartúni 3 fyrir nefndinni. Fyrirhugað er að bjóðaverkið út í byrjun nóvember.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.7. | Holtabrún 6, Viðbygging | (41.2300.60) | Mál nr. BN080121 |
180775-4479 Örvar Már Marteinsson, Holtabrún 6, 355 Ólafsvík
Örvar Már Marteinsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Holtabrún 6 samkvæmt meðf. teikningum. Mótteknar teikningar í þríriti nr. 1 og 2, teiknað af Hildigunni Haraldsdóttur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.8. | Snæfellsás 2, Stækkun á Röstinni | (80.1523.00) | Mál nr. BN080120 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir fyrir nefndinni drög vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Röstinni. Teikn. dags. 26.10.2008 teiknað af Hildigunni Haraldsdóttur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd var kynnt málið. Önnur mál9. | Fréttablaðakassar í Snæfellsbæ, Fréttablaðakassar | Mál nr. BN080125 |
600898-2059 365 hf, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
531204-2390 Pósthúsið ehf, Suðurhrauni 1, 210 Garðabær
Ari Edwald f.h. 365 hf óskar eftir heimild til að setja upp fréttablaðakassa í Snæfellsbæ. Pósthúsið ehf sér um dreifingu á fréttablaðinu og sér um verkefnið. Sjá meðf. kynningu á verkefninu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita tímabundið leyfi til 6 mánaða. Að því loknu verður málið endurskoðað.10. | Ingjaldshóll 136347, lóð undir fjarskiptahús Og fjarskipta. | (00.0450.00) | Mál nr. BN080126 |
570269-1869 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík
Kristín Óskarsdóttir fyrir hönd landbúnaðarráðherra óskar eftir athugasemdum nefndarinnar vegna lóðarblaðs undir fjarskiptahús Og fjarskipta í landi Ingjaldshóls.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.11. | Tjaldstæði, Tjaldstæðahús | Mál nr. BN080127 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir til fyrstu umræðu hugmynd af teikningum af tjaldstæðahúsi fyrir ný tjaldstæði í Ólafsvík og á Hellissandi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tók vel í málið en vill að útlit húss verði skoðað frekar í samvinnu við arkitekt. Niðurrif12. | Gíslabær 136277,Alifuglahús og hlaða | (00.0260.00) | Mál nr. BN080124 |
300543-4059 Björg Pétursdóttir, Gíslabæ, 356 Snæfellsbæ
Björg Pétursdóttir óskar eftir því að alifuglahús og hlaða fastanúmer 211-3951 matshlutar 05 og 06 verði felld út af fasteignaskrá þar sem húsin fuku fyrir nokkrum árum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.Fleira ekki gert, fundi slitið kl.
________________________________
Sigurjón Bjarnason
________________________________
Bjarni Vigfússon
________________________________
Jónas Kristófersson
________________________________
Pétur Steinar Jóhannsson