Umhverfis- og skipulagsnefnd
Árið 2008, fimmtudaginn 25. september kl. 12:00, hélt umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar 28. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Röst, Hellissandi. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Sigurjón Bjarnason, Sturla Fjeldsted, Bjarni Vigfússon,
Pétur Steinar Jóhannsson
og Drífa Skúladóttir.Ennfremur Svanur Tómasson og Smári Björnsson sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Skipulagsmál
1. | Hraunskarð, Undanþága frá skipulagi. | Mál nr. BN080114 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tæknideild Snæfellsbæjar kynnir tillögu af afstöðuuppdrátt vegna hesthúss í Hraunskarði og leggur til að sótt verði um undanþágu frá skipulagi til Skipulagsstofnunar.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Byggingarl.umsókn2. | Hraunbalar 8, Gestahús | (48.0000.80) | Mál nr. BN080111 |
150354-7819 Albert Sveinsson, Fléttuvöllum 31, 221 Hafnarfirði
Albert Sveinsson sækir um leyfi fyrir gestahúsi á lóð sinni að Hraunbölum 8 samkv. meðf. teikningum. Mótteknar teikningar nr. AA1, A01 og A03 Teiknað af Artik teiknistofu, Steinar Geirdal.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að frekari gögnum verði skilað.3. | Lýsudalur 136226,Breyting á kvistum | (00.0520.00) | Mál nr. BN080110 |
250642-2299 Gunnar Fannberg Jónasson, Hörpulundi 4, 210 Garðabær
Gunnar Fannberg Jónasson sækir um leyfi fyrir breytingu á riskvistum í hafnarfjarðarkvista á norður, vestur og suðurhlið hússins Lýsudals. Mótteknar teikningar nr. A2, teiknað af Hönnun og eftirlit, Gunnar Fannberg Gunnarsson.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.4. | Miðfell, Fjarskiptahús á Miðfelli | Mál nr. BN080106 |
511095-2559 Neyðarlínan ohf, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Þórhallur Ólafsson f.h. Neyðarlínunnar sækir um leyfi til að reisa hús á Miðfelli fyrir fjarskiptahús. Særð á húsi er 2,2m x 2,2m að flatarmáli og 2m að hæð.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.5. | Sölvaslóð 3, Framkvæmdir á lóð | (86.5000.30) | Mál nr. BN080103 |
010165-3349 Kristinn Sigvaldason, Asparhvarfi 1, 203 Kópavogi
Kristinn Sigvaldason óskar eftir framlengingu á byggingarleyfi vegna Sölvaslóðar 3 á Arnarstapa.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir að veita umbeðinn frest á framkvæmdum.6. | Vikurport á Arnarstapa,Enduruppbygging vikurports | Mál nr. BN080102 |
060359-4749 Jón Tryggvason, Arnarhrauni 44, 220 Hafnarfjörður
Jón Tryggvason sækir um leyfi fyrir enduruppbyggingu Vikurports á Arnarstapa samkv. meðf. teikningum. Mótteknar teikningar nr. A-01, A-02 og A-03. Teiknað af Hönnun Erró, Ríkharður Oddsson.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd synjar erindinu. Breytt notkun7. | Hafnargata 22, Breytt notkun | (99.9794.00) | Mál nr. BN080104 |
710893-2099 Melnes ehf, Háarifi 7 Rifi, 360 Hellissandur
Jóhann Rúnar Kristinsson f.h. Melnes ehf óskar eftir að húseignin að Hafnargötu 22 í eigu Melness verði skráð sem geymsluhúsnæði. Fasteignin er skráð sem iðnaðarhúsnæði.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum um málið. Fyrirspurn8. | Mýrarholt 5, Hækkun á risi. | (62.6300.50) | Mál nr. BN080108 |
220869-2299 Dorota Pietrzyk, Mýrarholti 5, 355 Ólafsvík
Dorota Pietrzyk spyr um afstöðu nefndarinnar vegna fyrirhugaðra breytinga á Mýrarholti 5. Breytingin felur ísér hækkun á risi og að klæða húsið með bárujárni. Búið er að fá arkitekt til að teikna húsið.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd frestar erindinu með aflað er frekari gagna um málið. Önnur mál9. | Fróðárheiðarvegur, Reiðslóði á Fróðárheiði | Mál nr. BN080109 |
241062-2959 Gunnar Tryggvason, Brimilsvöllum, 356 Snæfellsbæ
Gunnar Tryggvason spyr byggingarnefnd um að athuga vegna vegaframkvæmda á Fróðárheiði hvort farið verði yfir gamla veginn sem er nú notaður sem reiðslóði. Ef svo er að gerðar verði ráðstafanir að reiðslóðinn verði lagfærðu í góðri fjarlægð frá veginum. Skiptir þetta miklu máli vegna atvinnureksturs á Brimilsvöllum. Einnig að unnið verði að því að setja reiðslóða í Snæfellsbæ inn á skipulag.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd þakkar umsækjanda erindið og felur byggingarfulltrúa að senda Vegagerð bréf varðandi reiðleiðir um Fróðarheiði.10. | Gámar, Gámasvæði í Snæfellsbæ | Mál nr. BN080115 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tæknideild Snæfellsbæjar vill beina því til íbúa þar sem gámastöðinni Snæfríði hefur verið lokað að nýtt geymslusvæði gáma í Snæfellsbæ sé hjá Gámaþjónustu Vesturlands. Íbúum eru beðnir um að hafa samband við þá vegna geymslu á gámum.
Einnig vill Tæknideildin koma þeim skilaboðum á framfæri að allir gámar eru stöðuleyfisskyldir og gildir stöðuleyfið einungis í eitt ár í senn, að því loknu þarf að sækja um það aftur.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd var kynnt málið.11. | Norðurtangi 1, Málun á táknum í portinu | (65.4300.10) | Mál nr. BN080107 |
091272-4669 Magnús Magnússon, Lindarholti 8, 355 Ólafsvík
Magnús Magnússon sóknarprestur í Ólafsvík sækir um leyfi til að mála utanhúss í portinu á milli félagsmiðstöðvarinnar og fiskasafnsins með kristnum táknum á landsmóti æskulýðsfélaga 17.-19. október nk. Búið er að fá leyfi eiganda.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd gefur umsækjanda tímabundið leyfi fyrir listaverkið.12. | Ólafsbraut 57, Umsókn um skilti | (67.4305.70) | Mál nr. BN080105 |
420307-3300 Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
Umtak fasteignafélag ehf sækir um leyfi fyrir auglýsingarskilti á norðurhlið hússins að Ólafsbraut 57. Skiltið verður ca. 12m langt og 1,8m á hæð.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.13. | Snæfellsbær, Mörk sveitafélagsins | Mál nr. BN080112 |
591296-3029 Lögmál ehf, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Ásgeir Þór Árnason, Lögmáli ehf f.h. eiganda Mels í Staðarsveit hlutist til að mörkum Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepp verði breytt í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar þann 8. nóvember 2007.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd frestar erindinu með frekari gagna er aflað. Stöðuleyfi14. | Fróðárheiði, Stöðuleyfi fyrir vinnubúðir | Mál nr. BN080113 |
710795-2239 KNH ehf, Grænagarði, 400 Ísafjörður
Einar Pétursson f.h. KNH ehf sækir um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á Fróðárheiði. Stöðuleyfi óskast fyrir tímabilið 01.09.2008 - 01.10.2009.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Framkvæmdaleyfi15. | Hjarðartún 5, Umsókn um rif á Hjarðatúni 5 | (67.4325.00) | Mál nr. BN080116 |
510694-2449 Snæfellsbær, Snæfellsási 2, 360 Hellissandur
Tæknideild Sækir um leyfi til að rífa Hjarðartún 5 Ólafsvík vegna viðbyggingar við Jaðar.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir erindið.Fleira ekki gert, fundi slitið kl.
________________________________
Sigurjón Bjarnason
________________________________
Bjarni Vigfússon
________________________________
Drífa Skúladóttir
________________________________
Sturla Fjeldsted
________________________________
Pétur Steinar Jóhannsson